Bandaríkin aflétta einangrun af Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 07:30 Barack Obama segir einangrunarstefnu síðustu áratuga ekki hafa virkað. vísir/ap Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira