Bandaríkin aflétta einangrun af Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 07:30 Barack Obama segir einangrunarstefnu síðustu áratuga ekki hafa virkað. vísir/ap Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira