Fjölskylda Arons á leið til Brasilíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2014 06:30 Styður bróður sinn Ásgeir er hér í landsliðstreyju Bandaríkjanna sem ber sama föðurnafn og hans eigið. fréttablaðið/daníel Aron Jóhannsson braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn til að taka þátt í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Þá kom hann inn á sem varamaður er lið hans, Bandaríkin, vann 2-1 sigur á Ganverjum. Aron kom inn á fyrir sóknarmanninn Jozy Altidore á 23. mínútu þegar sá síðarnefndi tognaði aftan í læri. Eldri bróðir Arons, Ásgeir, sat spenntur heima við sjónvarpsskjáinn og viðurkennir að hjartað hafi byrjað að slá hraðar þegar hann sá að Altidore meiddist. „Þá vissi maður að hann væri að koma inn og maður var orðinn afar spenntur, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá að undirbúa brottför sína til Brasilíu. Þangað heldur hann með foreldrum Arons, kærustu og umboðsmanni. Ásgeir óttaðist ekki að Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, myndi setja Chris Wondolowski, hinn sóknarmanninn á varamannabekk Bandaríkjanna, inn á fyrir Altidore. „Ég þóttist nú vita að Aron væri á undan honum í goggunarröðinni og sem betur fer var það rétt. En svo veit maður ekkert hvað gerist í næsta leik þó svo að ég telji líklegra að Klinsmann verði með Aron í byrjunarliðinu ef Altidore verður enn meiddur.“ Þó svo að Bandaríkin hafi að lokum unnið 2-1 sigur með marki Johns Brooks, annars varamanns, undir lok leiksins, voru Ganverjar sterkari aðilinn lengst af í leiknum og sóttu stíft. „Það var erfitt fyrir hann að vera framherji í svona leik. Hann fékk ekki úr miklu að moða þegar liðið hans var aðallega að verjast. En Aron átti nokkrar góðar sendingar og þó svo að hann hafi ekki mikið sést í þessum leik kemur það kannski í þeim næsta,“ segir Ásgeir. Óhætt er að segja að það ríki mikil spenna í hópnum sem fer til Brasilíu en Ásgeir er einnig spenntur fyrir því að fá að upplifa heimsmeistarakeppnina í svo miklu návígi, líkt og hver annar knattspyrnuáhugamaður. „Þetta verður ekki mikið stærra,“ segir Ásgeir. „Það skemmir svo heldur ekki fyrir að sjá bróður sinn spila.“ Bandaríkin mæta Portúgal í borginni Manaus á sunnudagskvöld en hún er í miðjum regnskóginum. Portúgal steinlá fyrir Þýskalandi í fyrradag, 4-0, en Ásgeir reiknar með erfiðum leik fyrir Aron og samherja hans. „Portúgal er ekki jafn lélegt og það sýndi gegn Þjóðverjum, svo mikið er víst. Þetta verður afar spennandi leikur því Bandaríkin koma sér í afar góð mál með sigri.“ Ásgeir hafði ekki náð tali af bróður sínum eftir leikinn gegn Ganverjum og átti ekki von á því að ræða við hann fyrr en úti í Brasilíu. „Það er þétt dagskrá hjá liðinu og maður vill helst ekki vera að trufla. Ég sendi honum bara SMS og óskaði honum til hamingju.“ Ákvörðun Arons um að gefa fremur kost á sér í bandaríska landsliðið en það íslenska var og er enn umdeild en Ásgeir segist fyrst og fremst hafa fengið góð viðbrögð við ákvörðun hans og þátttöku á HM. „Að minnsta kosti af því að dæma sem ég heyri af fólkinu í kringum mig. Maður les svo ýmislegt neikvætt líka á netinu enda eðlilegt að það séu ekki allir sammála um þetta. En viðbrögðin eru yfirleitt jákvæð og allir virðast mjög hrifnir af öllu saman.“ HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Var rangt að skilja Donovan eftir heima? Pistlahöfundur vefsíðunnar Goal.com telur að Landon Donovan sé betur til þess að leysa Jozy Altidore af hólmi en Aron Jóhannsson. 17. júní 2014 17:30 Fólkið í Mobile söng nafn Arons á barnum Það var ekki bara fagnað í Grafarvogi er Aron Jóhannsson spilaði á HM í gær. Fólk í fæðingarbæ hans í Bandaríkjunum fagnaði líka gríðarlega. 17. júní 2014 16:02 Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu. 16. júní 2014 17:19 Howard hrósaði Aroni í hástert Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær. 17. júní 2014 10:30 Sjáðu Aron koma inn á gegn Gana á HM Sá stórviðburður átti sér stað í kvöld að Íslendingur tók þátt á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. 16. júní 2014 22:54 Aron stoltur af bandaríska liðinu Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær. 17. júní 2014 10:01 Mike Tyson og LeBron James fylgjast með Aroni Það er greinilega mikill áhugi á bandaríska landsliðinu í knattspyrnu ef marka má tíst bandarískra stórstjarna í kvöld. 16. júní 2014 22:26 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Aron Jóhannsson braut blað í íslenskri íþróttasögu þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn til að taka þátt í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Þá kom hann inn á sem varamaður er lið hans, Bandaríkin, vann 2-1 sigur á Ganverjum. Aron kom inn á fyrir sóknarmanninn Jozy Altidore á 23. mínútu þegar sá síðarnefndi tognaði aftan í læri. Eldri bróðir Arons, Ásgeir, sat spenntur heima við sjónvarpsskjáinn og viðurkennir að hjartað hafi byrjað að slá hraðar þegar hann sá að Altidore meiddist. „Þá vissi maður að hann væri að koma inn og maður var orðinn afar spenntur, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá að undirbúa brottför sína til Brasilíu. Þangað heldur hann með foreldrum Arons, kærustu og umboðsmanni. Ásgeir óttaðist ekki að Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska liðsins, myndi setja Chris Wondolowski, hinn sóknarmanninn á varamannabekk Bandaríkjanna, inn á fyrir Altidore. „Ég þóttist nú vita að Aron væri á undan honum í goggunarröðinni og sem betur fer var það rétt. En svo veit maður ekkert hvað gerist í næsta leik þó svo að ég telji líklegra að Klinsmann verði með Aron í byrjunarliðinu ef Altidore verður enn meiddur.“ Þó svo að Bandaríkin hafi að lokum unnið 2-1 sigur með marki Johns Brooks, annars varamanns, undir lok leiksins, voru Ganverjar sterkari aðilinn lengst af í leiknum og sóttu stíft. „Það var erfitt fyrir hann að vera framherji í svona leik. Hann fékk ekki úr miklu að moða þegar liðið hans var aðallega að verjast. En Aron átti nokkrar góðar sendingar og þó svo að hann hafi ekki mikið sést í þessum leik kemur það kannski í þeim næsta,“ segir Ásgeir. Óhætt er að segja að það ríki mikil spenna í hópnum sem fer til Brasilíu en Ásgeir er einnig spenntur fyrir því að fá að upplifa heimsmeistarakeppnina í svo miklu návígi, líkt og hver annar knattspyrnuáhugamaður. „Þetta verður ekki mikið stærra,“ segir Ásgeir. „Það skemmir svo heldur ekki fyrir að sjá bróður sinn spila.“ Bandaríkin mæta Portúgal í borginni Manaus á sunnudagskvöld en hún er í miðjum regnskóginum. Portúgal steinlá fyrir Þýskalandi í fyrradag, 4-0, en Ásgeir reiknar með erfiðum leik fyrir Aron og samherja hans. „Portúgal er ekki jafn lélegt og það sýndi gegn Þjóðverjum, svo mikið er víst. Þetta verður afar spennandi leikur því Bandaríkin koma sér í afar góð mál með sigri.“ Ásgeir hafði ekki náð tali af bróður sínum eftir leikinn gegn Ganverjum og átti ekki von á því að ræða við hann fyrr en úti í Brasilíu. „Það er þétt dagskrá hjá liðinu og maður vill helst ekki vera að trufla. Ég sendi honum bara SMS og óskaði honum til hamingju.“ Ákvörðun Arons um að gefa fremur kost á sér í bandaríska landsliðið en það íslenska var og er enn umdeild en Ásgeir segist fyrst og fremst hafa fengið góð viðbrögð við ákvörðun hans og þátttöku á HM. „Að minnsta kosti af því að dæma sem ég heyri af fólkinu í kringum mig. Maður les svo ýmislegt neikvætt líka á netinu enda eðlilegt að það séu ekki allir sammála um þetta. En viðbrögðin eru yfirleitt jákvæð og allir virðast mjög hrifnir af öllu saman.“
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Var rangt að skilja Donovan eftir heima? Pistlahöfundur vefsíðunnar Goal.com telur að Landon Donovan sé betur til þess að leysa Jozy Altidore af hólmi en Aron Jóhannsson. 17. júní 2014 17:30 Fólkið í Mobile söng nafn Arons á barnum Það var ekki bara fagnað í Grafarvogi er Aron Jóhannsson spilaði á HM í gær. Fólk í fæðingarbæ hans í Bandaríkjunum fagnaði líka gríðarlega. 17. júní 2014 16:02 Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu. 16. júní 2014 17:19 Howard hrósaði Aroni í hástert Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær. 17. júní 2014 10:30 Sjáðu Aron koma inn á gegn Gana á HM Sá stórviðburður átti sér stað í kvöld að Íslendingur tók þátt á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. 16. júní 2014 22:54 Aron stoltur af bandaríska liðinu Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær. 17. júní 2014 10:01 Mike Tyson og LeBron James fylgjast með Aroni Það er greinilega mikill áhugi á bandaríska landsliðinu í knattspyrnu ef marka má tíst bandarískra stórstjarna í kvöld. 16. júní 2014 22:26 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Var rangt að skilja Donovan eftir heima? Pistlahöfundur vefsíðunnar Goal.com telur að Landon Donovan sé betur til þess að leysa Jozy Altidore af hólmi en Aron Jóhannsson. 17. júní 2014 17:30
Fólkið í Mobile söng nafn Arons á barnum Það var ekki bara fagnað í Grafarvogi er Aron Jóhannsson spilaði á HM í gær. Fólk í fæðingarbæ hans í Bandaríkjunum fagnaði líka gríðarlega. 17. júní 2014 16:02
Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu. 16. júní 2014 17:19
Howard hrósaði Aroni í hástert Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær. 17. júní 2014 10:30
Sjáðu Aron koma inn á gegn Gana á HM Sá stórviðburður átti sér stað í kvöld að Íslendingur tók þátt á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. 16. júní 2014 22:54
Aron stoltur af bandaríska liðinu Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær. 17. júní 2014 10:01
Mike Tyson og LeBron James fylgjast með Aroni Það er greinilega mikill áhugi á bandaríska landsliðinu í knattspyrnu ef marka má tíst bandarískra stórstjarna í kvöld. 16. júní 2014 22:26