Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:22 David Luiz fagnar marki sínu. Vísir/Getty Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22
Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10
James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01
Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12
Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30
Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33