Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:22 David Luiz fagnar marki sínu. Vísir/Getty Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22
Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10
James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01
Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12
Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30
Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33