„Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. september 2014 10:47 Morten Lange er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Vísir / Stefán „Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook. Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
„Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook.
Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25