Erlent

Poroshenko sór embættiseið sem forseti Úkraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Petro Poroshenko.
Petro Poroshenko. visir/getty
Petro Poroshenko sór í morgun embættiseið sem forseti Úkraínu. Poroshenko sigraði í forsetakosningunum í sem fram fóru í landinu þann 25. maí síðastliðinn.

Í ræðu sinni lagði hann kapp á að koma á friði á milli stríðandi fylkinga í landinu. Pososhenko er kallaður súkkulaðikóngurinn í Úkraínu vegna eignarhalds á Roshen súkkulaðifyrirtækinu.

Hann biðlar til aðskilnaðarsinna að leggja niður vopn og ætla að tryggja þeim friðhelgi sem ekki hafi blóð á höndum sér.

Pososhenko sagði í ræðu sinni að hann hefði átt samtal við Pútin Rússlandsforseta í gær. Þeir hafi rætt meðal annars um Krímskaga sem Pososhenko segir að verði alltaf hluti af Úkraínu þrátt fyrir að Rússar hafi söðlað undir sig svæðið eftir að átök brutust út fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×