Stóðu vörð um moskuna vikurnar eftir árásirnar á Tvíburaturnana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2014 15:41 Ónefnd moska vestanhafs og Laufey Steingrímsdóttir. „Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna,“ segir næringarfræðingurinn Laufey Steingrímsdóttir í innsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Töluverð umræða hefur verið í íslensku samfélagi undanfarnar vikur vegna mosku sem til stendur að byggja við Skeifuna í Reykjavík. Er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á byggingu bænahússins. Laufey nam á sínum tíma við University of Washington í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Í norðurhluta borgarinnar bjó vinafólk hennar, aldraðir Vestur-Íslendingar að nafni Ray og Doris Olson. Laufey segir að þau hafi verið henni nokkurs konar fósturfjölskylda, og sé enn. Í hverfi þeirra Ray og Doris var byggð moska fyrir um fimmtán árum. Tveimur árum síðar var ráðist á tvíburaturnana í New York. „Nágrannar moskunnar, undir forystu þeirra Dorisar og Rays, hópuðust það sama kvöld til moskunnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina,“ segir Laufey. Þau hafi haldið uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannar sem gættu bænahúss nágranna sinna í hverfinu. Þá pössuðu þau að fólkið sem þar kom saman yrði ekki fyrir aðkasti vegna þess ótta og haturs sem greip víða um sig. Laufey segir frá því að nokkrum árum síðar hafi Ray, þá háaldraður, verið að slá grasið fyrir utan húsið sitt í hverfinu. Stór trukkur hafi komið á fleygiferð og keyrt gamla manninn niður. Slasaðist hann mikið, náði sér aldrei fullkomlega og er nú látinn. „Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðarmönnum þakklæti fyrir umhyggjuna um árið,“ segir Laufey. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, hafi svo múslimarnir úr moskunni séð um að slá blettinn svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Minnir Laufey á að flest fólk sé gott sama hvaða trúarbrögð þau aðhyllist. „En við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf.“ Tengdar fréttir Lítil saga um mosku og gott fólk Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. 26. júní 2014 07:00 Salmann segir að tala þurfi samkynhneigða til Konur geta verið höfuð fjölskyldunnar, þjófar ættu að missa hönd og samkynhneigða þarf að tala til. Þetta sagði Salmann Tamimi í samtali við Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gær. 19. júní 2014 11:10 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Moska, sýnagóga og kirkja undir sama þaki Staðurinn getur orðið vettvangur þar sem ólíkir menningarheimar geta lært af hver öðrum að sögn íslamsks bænaprests. 22. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Fjölmiðlar ytra fjalla um mosku í Reykjavík Þær deilur sem staðið hafa um byggingu mosku í Reykjavík hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum ytra. 13. júní 2014 07:00 Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Elías Þorsteinsson kennari segir vegið að tjáningarfrelsi sínu. 12. júní 2014 10:03 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
„Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna,“ segir næringarfræðingurinn Laufey Steingrímsdóttir í innsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Töluverð umræða hefur verið í íslensku samfélagi undanfarnar vikur vegna mosku sem til stendur að byggja við Skeifuna í Reykjavík. Er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á byggingu bænahússins. Laufey nam á sínum tíma við University of Washington í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Í norðurhluta borgarinnar bjó vinafólk hennar, aldraðir Vestur-Íslendingar að nafni Ray og Doris Olson. Laufey segir að þau hafi verið henni nokkurs konar fósturfjölskylda, og sé enn. Í hverfi þeirra Ray og Doris var byggð moska fyrir um fimmtán árum. Tveimur árum síðar var ráðist á tvíburaturnana í New York. „Nágrannar moskunnar, undir forystu þeirra Dorisar og Rays, hópuðust það sama kvöld til moskunnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina,“ segir Laufey. Þau hafi haldið uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannar sem gættu bænahúss nágranna sinna í hverfinu. Þá pössuðu þau að fólkið sem þar kom saman yrði ekki fyrir aðkasti vegna þess ótta og haturs sem greip víða um sig. Laufey segir frá því að nokkrum árum síðar hafi Ray, þá háaldraður, verið að slá grasið fyrir utan húsið sitt í hverfinu. Stór trukkur hafi komið á fleygiferð og keyrt gamla manninn niður. Slasaðist hann mikið, náði sér aldrei fullkomlega og er nú látinn. „Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðarmönnum þakklæti fyrir umhyggjuna um árið,“ segir Laufey. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, hafi svo múslimarnir úr moskunni séð um að slá blettinn svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Minnir Laufey á að flest fólk sé gott sama hvaða trúarbrögð þau aðhyllist. „En við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf.“
Tengdar fréttir Lítil saga um mosku og gott fólk Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. 26. júní 2014 07:00 Salmann segir að tala þurfi samkynhneigða til Konur geta verið höfuð fjölskyldunnar, þjófar ættu að missa hönd og samkynhneigða þarf að tala til. Þetta sagði Salmann Tamimi í samtali við Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gær. 19. júní 2014 11:10 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Moska, sýnagóga og kirkja undir sama þaki Staðurinn getur orðið vettvangur þar sem ólíkir menningarheimar geta lært af hver öðrum að sögn íslamsks bænaprests. 22. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Fjölmiðlar ytra fjalla um mosku í Reykjavík Þær deilur sem staðið hafa um byggingu mosku í Reykjavík hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum ytra. 13. júní 2014 07:00 Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Elías Þorsteinsson kennari segir vegið að tjáningarfrelsi sínu. 12. júní 2014 10:03 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Lítil saga um mosku og gott fólk Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. 26. júní 2014 07:00
Salmann segir að tala þurfi samkynhneigða til Konur geta verið höfuð fjölskyldunnar, þjófar ættu að missa hönd og samkynhneigða þarf að tala til. Þetta sagði Salmann Tamimi í samtali við Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gær. 19. júní 2014 11:10
Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10
Moska, sýnagóga og kirkja undir sama þaki Staðurinn getur orðið vettvangur þar sem ólíkir menningarheimar geta lært af hver öðrum að sögn íslamsks bænaprests. 22. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Fjölmiðlar ytra fjalla um mosku í Reykjavík Þær deilur sem staðið hafa um byggingu mosku í Reykjavík hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum ytra. 13. júní 2014 07:00
Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Elías Þorsteinsson kennari segir vegið að tjáningarfrelsi sínu. 12. júní 2014 10:03