Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2014 10:03 Elías Þorsteinsson kennari á Akureyri segist ekki hafa áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra vegna ummæla um múslimi. Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira