Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2014 10:03 Elías Þorsteinsson kennari á Akureyri segist ekki hafa áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra vegna ummæla um múslimi. Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira