Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2014 10:03 Elías Þorsteinsson kennari á Akureyri segist ekki hafa áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra vegna ummæla um múslimi. Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira