Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2014 10:03 Elías Þorsteinsson kennari á Akureyri segist ekki hafa áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra vegna ummæla um múslimi. Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“ Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Sjá meira
Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Sjá meira