Erlent

Fjölmiðlar ytra fjalla um mosku í Reykjavík

Höfuðstöðvar breska ríkisútvarpsins.
Höfuðstöðvar breska ríkisútvarpsins. vísir/afp
Þær deilur sem staðið hafa um byggingu mosku í Reykjavík hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum ytra. Í liðinni viku birti fréttamiðillinn Vice umfjöllun um deilurnar sem staðið hafa yfir og nú síðast, eða í gærkvöld, var það breska ríkisútvarpið, BBC.

Í frétt BBC er vitnað í viðtal Iceland Review við Salmann Tamimi, trúarleiðtoga múslima á Íslandi, þar sem hann segist hafa fengið fjöldann allan af tölvupóstum frá fólki sem vill vita hvernig hægt sé að skrá sig í Félag múslima á Íslandi.

Þá er jafnframt vakin athygli á Facebook færsluGunnars Smára Egilssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Þar sem Gunnar Smári hefur hingað til ekki verið skráður í trúfélag hefur sóknargjöldum hans verið ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis, og velti hann því fyrir sér að ganga í Félag múslima á Íslandi í hálfgerðu mótmælaskyni við Framsóknarflokkinn, en eins og kunnugt er, er Vigdís Hauksdóttir, framsóknarkona, formaður fjárlaganefndar. Ef marka má nýjustu Facebook færslu Gunnars Smára, þá er hann nú skráður í Félag múslima á Íslandi.

Þá er sagt að Framsóknarflokkurinn hafi verið sakaður um útlendingahatur og er vitnað í forsætisráðherra, sem þar er kallaður David Gunnlaugsson, þar sem hann vísar ásökunum á bug og segist einungis vilja opna umræðu um þessi málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×