Lítil saga um mosku og gott fólk Laufey Steingrímsdóttir skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. Nokkrum árum eftir að moskan reis á götuhorninu þeirra var ráðist á tvíburaturnana í New York. Nágrannar moskunnar, undir forystu þeirra Dorisar og Rays, hópuðust það sama kvöld til moskunnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina. Þau héldu uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannarnir, og gættu þess að bænahúsið í hverfinu þeirra og þeir sem þar komu saman, yrðu ekki fyrir aðkasti eða skaða vegna þess haturs og ótta sem greip víða um sig í tengslum við þessa voðaatburði. Þetta er falleg saga, en henni er ekki lokið. Nokkrum árum síðar var Ray Olason, þá háaldraður, að slá blettinn fyrir framan húsið sitt. Grasbletturinn var við götuna og óvarinn fyrir umferð. Þá gerist það að stór trukkur kemur á fleygiferð og keyrir gamla manninn niður. Hann slasaðist mikið, náði sér aldrei fyllilega eftir þetta slys og er nú látinn. Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðarmönnum þakklæti fyrir umhyggjuna um árið. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, sáu svo múslimarnir úr moskunni um að slá þennan blett þegjandi og hljóðalaust, svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna. Flest fólk er nefnilega gott fólk, hvaða trúarbrögð sem það annars aðhyllist, en við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. Nokkrum árum eftir að moskan reis á götuhorninu þeirra var ráðist á tvíburaturnana í New York. Nágrannar moskunnar, undir forystu þeirra Dorisar og Rays, hópuðust það sama kvöld til moskunnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina. Þau héldu uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannarnir, og gættu þess að bænahúsið í hverfinu þeirra og þeir sem þar komu saman, yrðu ekki fyrir aðkasti eða skaða vegna þess haturs og ótta sem greip víða um sig í tengslum við þessa voðaatburði. Þetta er falleg saga, en henni er ekki lokið. Nokkrum árum síðar var Ray Olason, þá háaldraður, að slá blettinn fyrir framan húsið sitt. Grasbletturinn var við götuna og óvarinn fyrir umferð. Þá gerist það að stór trukkur kemur á fleygiferð og keyrir gamla manninn niður. Hann slasaðist mikið, náði sér aldrei fyllilega eftir þetta slys og er nú látinn. Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðarmönnum þakklæti fyrir umhyggjuna um árið. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, sáu svo múslimarnir úr moskunni um að slá þennan blett þegjandi og hljóðalaust, svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna. Flest fólk er nefnilega gott fólk, hvaða trúarbrögð sem það annars aðhyllist, en við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar