„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna segir Framsókn ekki ætla að draga neitt til baka. Fréttablaðið/Arnþór „Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum. Flokkurinn er óstjórntækur“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata buðu Sjálfstæðisflokknum að fá fjórtán auka sæti í ráðum og nefndum en Framsóknarflokkurinn fékk ekki sama boð. Ástæðan er málflutningur borgarfulltrúa Framsóknar um úthlutun lóðar undir mosku og múslima. „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni og hefur ekki komið til baka, boltinn er hjá þeim,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar segir í samtali við fréttastofu að þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins hafi nú þegar útskýrt hvernig á þessu stóð öllu saman, þær muni ekkert draga til baka. Hún segir ummæli um óstjórn dæma sig sjálf. „Þeir sem fylgdust með borgarstjórnarfundinum í dag sáu að þarna fara sterkir borgarfulltrúar Framsóknar sem átta sig á hlutverki sínu sem eftirlitsaðila,“ segir Sveinbjörg. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir það hafa verið mat flokksins að nýta sér samkomulagið sem bauðst til að fá fleiri fulltrúa og verða þannig öflugri. Hann vill lítið tjá sig um stöðu Framsóknarflokksins. „Vissulega var margt undarlegt sem tengdist þessari moskuumræðu, það skal viðurkennt,“ segir Halldór. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
„Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum. Flokkurinn er óstjórntækur“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata buðu Sjálfstæðisflokknum að fá fjórtán auka sæti í ráðum og nefndum en Framsóknarflokkurinn fékk ekki sama boð. Ástæðan er málflutningur borgarfulltrúa Framsóknar um úthlutun lóðar undir mosku og múslima. „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni og hefur ekki komið til baka, boltinn er hjá þeim,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar segir í samtali við fréttastofu að þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins hafi nú þegar útskýrt hvernig á þessu stóð öllu saman, þær muni ekkert draga til baka. Hún segir ummæli um óstjórn dæma sig sjálf. „Þeir sem fylgdust með borgarstjórnarfundinum í dag sáu að þarna fara sterkir borgarfulltrúar Framsóknar sem átta sig á hlutverki sínu sem eftirlitsaðila,“ segir Sveinbjörg. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir það hafa verið mat flokksins að nýta sér samkomulagið sem bauðst til að fá fleiri fulltrúa og verða þannig öflugri. Hann vill lítið tjá sig um stöðu Framsóknarflokksins. „Vissulega var margt undarlegt sem tengdist þessari moskuumræðu, það skal viðurkennt,“ segir Halldór.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira