"Þetta var versta frammistaða mín á ferlinum," sagði Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Spánar, eftir stórtapið gegn Hollandi á HM í Brasilíu í gær.
"Við verðum að biðjast afsökunar. Hollendingar voru mjög góðir, öfugt við okkur.
"Stundum er gott að fá svona skell svo þú getir brugðist við og það er það sem við þurfum að gera núna," sagði Casillas ennfremur, en hann leit afar illa út í leiknum í gær, aldrei þó verr en þegar Robin van Persie stal af honum boltanum og skoraði fjórða mark Hollands.
Sergio Ramos, samherji Casillas hjá Real Madrid, tók í sama streng.
"Við verðum að líta í eigin barm og þar er ég ekki undanskilinn. Ég hefði átt að spila miklu betur," sagði Ramos.
"Þetta er ekki rétti tíminn til að leita að sökudólgum. Það er gott að tala saman en þetta er kannski ekki rétti tíminn.
"Við höfum nægan tíma til að tala saman og æfa. Við megum ekki láta neikvæðu umræðuna hafa áhrif á okkur. Við megum ekki skella skuldinni á einhvern einn. Við erum enn á lífi í mótinu," sagði Ramos að endingu.
Casillas: Versta frammistaðan á ferlinum

Tengdar fréttir

Versta tap Spánar í 64 ár
Heims- og Evrópumeistarar Spánar máttu í kvöld þola sitt versta tap í landsleik síðan 1950.

Stærsta tap ríkjandi heimsmeistara
Tap Spánar gegn Hollandi með fimm mörkum gegn einu í gær var stærsta tap ríkjandi heimsmeistara í sögu HM.

Robben: Fyrir þetta lifir maður
"Þetta er ástæðan fyrir því að maður spilar fótbolta. Fyrir þetta lifir maður,“ sagði Arjen Robben eftir 5-1 sigur Hollands á Spáni á HM í kvöld.

Van Persie: Óraunverulegur sigur
Robin van Persie skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Hollands á Spáni á HM í Brasilíu í kvöld.

Hollendingar hefndu ófaranna og gott betur | Myndir
Holland kjöldró heims- og Evrópumeistara Spánar á HM í Brasilíu í kvöld, 5-1.