Fótbolti

Van Persie: Óraunverulegur sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Robin van Persie skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Hollands á Spáni á HM í Brasilíu í kvöld.

Spánverjar komust 1-0 yfir en mögnuð frammistaða Hollendinga í síðari hálfleik sá fyrir einhverri ótrúlegustu endurkomu í sögu HM.

„Þetta er óraunverulegt,“ sagði van Persie við hollenska fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta er draumi líkast fyrir Holland. Stundum gerast hlutir sem er ekki hægt að skýra út. Við megum samt ekki gleyma því að þetta voru bara þrjú stig sem við fengum í kvöld. Við verðum að halda áfram.“

„En þjóðin verður að fá að njóta þessa sigurs. Ég skoraði jöfnunarmarkið á hárréttu augnabliki fyrir okkur og við gengum ánægðir til búningsklefa. Markið sem Arjen Robben skoraði og kom okkur 2-1 yfir var líka á frábæru augnabliki.“

„Það var mikið áfall fyrir Spánverja og við héldum bara áfram. Stundum hættir maður eftir að komast 3-1 yfir en við héldum bara áfram og áfram,“ sagði van Persie sem lofaði einnig þjálfarann Louis van Gaal.

„Hann lagði leikinn svona upp og var búinn að spá því að þetta myndi fara svona. Ótrúlegt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×