Flugmenn brugðust ekki rétt við Gissur Sigurðsson skrifar 30. september 2014 10:05 Mynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir Gangtruflanir og mannleg mistök eru orsakir þess að tveir menn fórust þegar lítil fis flugvél hrapaði til jarðar á Reykjanesi fyrir tveimur árum, að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þann 20. október árið 2012 héldu kennari og nemandi í kennsluflug á fisi frá fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi, en eftir aðeins þriggja mínútna flug ofreis fisið í 700 feta hæð, snérist á hægri vænginn og fór svo í spuna, eða spinni til jarðar. Niðurstaða nefndarinnar er að ný eldsneytisleiðsla til hreyfilsins hafi laskast við ísetningu og eldsneyti hafa annaðhvort tekið að leka út, eða loft að dragast inn í leiðsluna og þar með hreyfilinn, þannig að hann hafi misst afl. Í stað þess að beina nefi vélarinnar strax niður á við hafi þeir haldið því uppi, líkt og í klifri, uns vélin ofreis. Eftir það hafi vélin farið í spuna. Þegar þar var komið hafi þeir ekki beitt stjórntækjum rétt til að ná fisinu út úr spunanum og svífa því til lendingar, og því hafi það nánast hrapað til jarðar. 700 feta hæð yfir sjávarmáli, sem fisið var komið upp í, hefði átt að vera nægjanleg hæð til að ná stjórn á því. „Ekki er hægt að útiloka að reynsluleysi fisflugskennarans á þessa tegund fisa hafi orðið til þess að hann vanmat ofriseiginleika fissins, með þeim afleiðingum að hann greip ekki inn áður en fisið fór í bratt ofris. Ennfremur gæti það hafa verið meðverkandi þáttur við ofrisið að fisið var yfir leyfilegum hámarksmassa,“ segir í skýrslunni. Í ljósi þessa gerir nefndin fjórar tilllögur sem miða að auknu öryggi í fisflugi. Að auknar kröfur verði gerðar um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu sem og viðhaldi fisa. Þá beinir nefndin því til fisfélagsins Sléttunnar að utanumhald um framgang þjálfunar flugnema verði bætt, að verklegt kennsluflug verði framkvæmt í meiri hæð í skilgreindu æfingarsvæði og að verkleg kennsla við þjálfun á neyðarviðbrögðum verði bætt. Samantekt Rannsóknarnefndar samgönguslysa má lesa hér og lokaskýrsluna má lesa hér að neðan. Tengdar fréttir Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. 20. október 2012 18:52 Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði þegar fisflugvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn í gær hétu Hans Óli Hansson og Ólafur Felix Haraldsson. 21. október 2012 18:46 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Gangtruflanir og mannleg mistök eru orsakir þess að tveir menn fórust þegar lítil fis flugvél hrapaði til jarðar á Reykjanesi fyrir tveimur árum, að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þann 20. október árið 2012 héldu kennari og nemandi í kennsluflug á fisi frá fisflugvellinum Sléttunni á Reykjanesi, en eftir aðeins þriggja mínútna flug ofreis fisið í 700 feta hæð, snérist á hægri vænginn og fór svo í spuna, eða spinni til jarðar. Niðurstaða nefndarinnar er að ný eldsneytisleiðsla til hreyfilsins hafi laskast við ísetningu og eldsneyti hafa annaðhvort tekið að leka út, eða loft að dragast inn í leiðsluna og þar með hreyfilinn, þannig að hann hafi misst afl. Í stað þess að beina nefi vélarinnar strax niður á við hafi þeir haldið því uppi, líkt og í klifri, uns vélin ofreis. Eftir það hafi vélin farið í spuna. Þegar þar var komið hafi þeir ekki beitt stjórntækjum rétt til að ná fisinu út úr spunanum og svífa því til lendingar, og því hafi það nánast hrapað til jarðar. 700 feta hæð yfir sjávarmáli, sem fisið var komið upp í, hefði átt að vera nægjanleg hæð til að ná stjórn á því. „Ekki er hægt að útiloka að reynsluleysi fisflugskennarans á þessa tegund fisa hafi orðið til þess að hann vanmat ofriseiginleika fissins, með þeim afleiðingum að hann greip ekki inn áður en fisið fór í bratt ofris. Ennfremur gæti það hafa verið meðverkandi þáttur við ofrisið að fisið var yfir leyfilegum hámarksmassa,“ segir í skýrslunni. Í ljósi þessa gerir nefndin fjórar tilllögur sem miða að auknu öryggi í fisflugi. Að auknar kröfur verði gerðar um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu sem og viðhaldi fisa. Þá beinir nefndin því til fisfélagsins Sléttunnar að utanumhald um framgang þjálfunar flugnema verði bætt, að verklegt kennsluflug verði framkvæmt í meiri hæð í skilgreindu æfingarsvæði og að verkleg kennsla við þjálfun á neyðarviðbrögðum verði bætt. Samantekt Rannsóknarnefndar samgönguslysa má lesa hér og lokaskýrsluna má lesa hér að neðan.
Tengdar fréttir Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. 20. október 2012 18:52 Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði þegar fisflugvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn í gær hétu Hans Óli Hansson og Ólafur Felix Haraldsson. 21. október 2012 18:46 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. 20. október 2012 18:52
Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði þegar fisflugvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn í gær hétu Hans Óli Hansson og Ólafur Felix Haraldsson. 21. október 2012 18:46