Innlent

Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu

BBI skrifar
Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði þegar fisflugvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn í gær hétu Hans Óli Hansson og Ólafur Felix Haraldsson.

Hans Óli Hansson var til heimilis í Kópavogi. Hann var fæddur árið 1946 og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú uppkomin börn.

Ólafur Felix Haraldsson var til heimilis á Patreksfirði. Hann var fæddur árið 1970 og lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Ekki er vitað hvað olli flugslysinu en þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.


Tengdar fréttir

Annar mannanna var reyndur flugmaður

Annar flugmannanna sem lést við brotlendingu fisflugvélar á Njarðvíkurheiði í gær var reyndur flugmaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum voru á vettvangi í sex klukkustundir í gær en eru engu nær um orsakir slyssins.

Alvarlegt flugslys á Suðurnesjum

Lítil fisvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru um borð. Lögreglumenn eru á vettvangi en tilkynnt var um slysið klukkan rúmlega þrjú í dag.

Engu nær um orsakir flugslyssins

Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×