Innlent

Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum

BBI skrifar
Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði í dag. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Lögreglunni á Suðurnesjum bárust boð laust uppúr þrjú í dag um að fisflugvélin hefði hrapað. Fjölmennt lið var sent á staðinn þar sem flugvélin hafði brotlent í mólendi hér um bil kílómetra frá flugvellinum.

Ekki er unnt að skýra nánar frá aðdraganda slyssins né frá nöfnum hinna látnu að svo komnu. Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins ásamt Rannsóknarnefnd flugslysa.


Tengdar fréttir

Alvarlegt flugslys á Suðurnesjum

Lítil fisvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru um borð. Lögreglumenn eru á vettvangi en tilkynnt var um slysið klukkan rúmlega þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×