Rúnar Páll: Okkar stærsti leikur | Aldrei séð Toft spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 14:30 Vísir/Daníel Stjörnumenn mæta Motherwell ytra í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Stjarnan fór auðveldlega með Bangor City frá Wales í fyrstu umferðinni, samanlagt 8-0, en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, reiknar með mun erfiðari leik í kvöld. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel og að öll aðstaða sé til fyrirmyndar í Skotlandi. „Menn eru vel gíraðir í leikinn enda sá stærsti í sögu félagsins,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Motherwell hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor og Rúnar Páll segir að liðið sé afar sterkt. Það er hins vegar á miðju undirbúningstímabili og vonast þjálfarinn til að Stjörnumenn séu í betra standi. „Þar að auki eru nokkrar breytingar á liðinu. Þrír leikmenn eru farnir síðan á síðasta tímabili og einn meiddist í æfingaleik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi. Liðið gæti því verið nokkuð breytt frá þeim leikjum sem við höfum séð og greint.“ Rúnar Páll reiknar með því að Skotarnir muni hefja leikinn af krafti, sækja grimmt reyna að skora snemma. „Við erum tilbúnir fyrir þann pakka. Hraðinn í þeirra leik er ólíkur þeim sem íslensk lið eru vön og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það.“ Hann segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á varnarleikinn og að tryggja að Garðbæingar eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í næstu viku. „Við ætlum samt að vera óhræddir við að spila okkar leik enda skiptir máli að njóta þess að spila leiki sem þessa,“ ítrekar Rúnar Páll.Rolf Toft, nýi leikmaðurinn í liði Stjörnunnar, er kominn með leikheimild en Rúnar Páll segir að hann verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu. Hann hefur þó ekki enn séð kappann spila. „Við treystum Henryk [Bödker, markvarða- og aðstoðarþjálfara Stjörnunnar] fyrir þessu. Hann hefur ekki klikkað hingað til,“ segir Rúnar Páll. „Við erum með ákveðna uppskrift af leikmönnum sem við viljum fá og Henryk hefur verið flinkur við að sigta þá út í Danmörku. Þessi strákur leit mjög vel út á æfingu í gær - í góðu formi, með góðar sendingar og er hraður.“ „Það er aldrei að vita hvort hann spili í kvöld - við metum það þegar þar að kemur.“ Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fótbolti Tengdar fréttir Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30 Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37 Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59 Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Stjörnumenn mæta Motherwell ytra í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Stjarnan fór auðveldlega með Bangor City frá Wales í fyrstu umferðinni, samanlagt 8-0, en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, reiknar með mun erfiðari leik í kvöld. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel og að öll aðstaða sé til fyrirmyndar í Skotlandi. „Menn eru vel gíraðir í leikinn enda sá stærsti í sögu félagsins,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Motherwell hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor og Rúnar Páll segir að liðið sé afar sterkt. Það er hins vegar á miðju undirbúningstímabili og vonast þjálfarinn til að Stjörnumenn séu í betra standi. „Þar að auki eru nokkrar breytingar á liðinu. Þrír leikmenn eru farnir síðan á síðasta tímabili og einn meiddist í æfingaleik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi. Liðið gæti því verið nokkuð breytt frá þeim leikjum sem við höfum séð og greint.“ Rúnar Páll reiknar með því að Skotarnir muni hefja leikinn af krafti, sækja grimmt reyna að skora snemma. „Við erum tilbúnir fyrir þann pakka. Hraðinn í þeirra leik er ólíkur þeim sem íslensk lið eru vön og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það.“ Hann segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á varnarleikinn og að tryggja að Garðbæingar eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í næstu viku. „Við ætlum samt að vera óhræddir við að spila okkar leik enda skiptir máli að njóta þess að spila leiki sem þessa,“ ítrekar Rúnar Páll.Rolf Toft, nýi leikmaðurinn í liði Stjörnunnar, er kominn með leikheimild en Rúnar Páll segir að hann verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu. Hann hefur þó ekki enn séð kappann spila. „Við treystum Henryk [Bödker, markvarða- og aðstoðarþjálfara Stjörnunnar] fyrir þessu. Hann hefur ekki klikkað hingað til,“ segir Rúnar Páll. „Við erum með ákveðna uppskrift af leikmönnum sem við viljum fá og Henryk hefur verið flinkur við að sigta þá út í Danmörku. Þessi strákur leit mjög vel út á æfingu í gær - í góðu formi, með góðar sendingar og er hraður.“ „Það er aldrei að vita hvort hann spili í kvöld - við metum það þegar þar að kemur.“ Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Fótbolti Tengdar fréttir Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30 Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37 Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59 Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30
Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37
Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59
Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59