Íslenski boltinn

Danskur framherji til Stjörnunnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Aðsend
Stjarnan hefur náð samkomulagi við 21 árs danskan framherja að nafni Rolf Toft sem kemur frá dönsku meisturunum Aalborg BK.

Rolf sem er uppalinn hjá FC Hjorring hefur spilað 25 leiki í dönsku úrvalsdeildinni fyrir Aalborg BK og skorað í þeim eitt mark. Að undanförnu hefur hann hinsvegar verið á láni hjá fyrstu deildar liðinu Vejle Boldklub.

Rolf gerði samning út tímabilið og mun sennilega fá leikheimild fyrir leikinn á móti Fylki í Pepsi-deildinni á sunnudaginn.

Hann mun ekki taka þátt í leik Stjörnunnar gegn Motherwell en mun samt sem áður hitta liðið í Glasgow og taka þátt í undirbúningnum fyrir leikinn og ferðast svo með liðinu til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×