NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. desember 2014 13:15 Allt fór eins og til var ætlast þegar Orion var skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær. Vísir/AP Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á. Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á.
Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30
Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41
Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38