Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Samúel Karl Ólason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2014 16:41 Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira