Erlent

Íslendingur í fangelsi í Flórída fyrir að valda slysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn er sagður Íslendingur.
Maðurinn er sagður Íslendingur.
26 ára Íslendingur búsettur í Boca Raton, Flórída, var handtekinn á mánudaginn eftir að hafa lent í árekstri við mótorhjólakappa sem slasaðist, sem og farþegi mótorhjólsins en þetta kemur fram í bandarískum miðlum.

Vitni segjast hafa séð Íslendinginn, á gráum Hyundai Elantra, svína fyrir mótorhjólakappann með þeim afleiðingum að fólkið féll af hjólinu og slasaðist nokkuð illa.

Maðurinn flúði vettvang á sunnudaginn, þegar slysið átti sér stað. 

Hann var síðan sóttur af lögreglunni að mánudagsmorgni að heimili sínu. Íslendingnum var sleppt úr fangelsi í gær og þurfti hann að greiða 3000 dollara í tryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×