Enski boltinn

Falcao: Hef skorað allstaðar þar sem ég hef spilað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Falcao við komuna til United.
Falcao við komuna til United. Vísir/Getty
Radamel Falcao, nýjasti leikmaður Manchester United, er spenntur fyrir vistaskiptunum til Englands. Falcao spilaði sinn fyrsta leik með Kólumbíu í gær eftir erfið hnémeiðsli sem héldu honum frá HM.

Falcao var skipt inná sem varamaður í vináttulandsleik Kólumbíu og Brasilíu í Miami í gær og var hann ánægður að vera kominn til baka.

„Ég er ánægður að vera kominn til baka og ég er ánægður með að hafa gengið í raðir United," sagði Falcao eftir leikinn í gær.

„Ég er mjög spenntur að spila fyrir United og vonandi skora ég fullt af mörkum fyrir þá. Það er eitthvað sem ég hef gert allstaðar þar sem ég hef spilað."

„Þetta er draumur að rætast að spila fyrir jafn frægan klúbb. Að koma með gömlu góðu tímana aftur er eitthvað sem við allir viljum og ég mun leggja mikið á mig," sagði Falcao og endaði á orðunum:

„United er einn af þremur bestu klúbbum í heiminum. Þeir hafa látið mér líða mjög vel og mikilvægan í þessu nýja verkefni," sagði Falcao að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×