Erlent

Lundúnarbúi segist hafa leyst gátuna um Jack the Ripper

Birta Björnsdóttir skrifar
Samansett mynd frá Mirror sýnir pólska hárgreiðslumeistarann til hægri og aðra sem legið hafa undir grun til vinstri.
Samansett mynd frá Mirror sýnir pólska hárgreiðslumeistarann til hægri og aðra sem legið hafa undir grun til vinstri. Mynd/Mirror
Nú má vera að lausnin á einni elstu morðgátu síðari tíma  sé fundin, en Lundúnarbúi að nafni Russel Edwards telur sig geta nú með óyggjandi hætti fært sönnur fyrir því hver einn þekktasti fjöldamorðingi sögunnar, Jack the Ripper, er. Frá þessu er greint á The Mirror

Jack the Ripper, eða Kobbi kviðrista eins og hann hefur gjarnan verið kallaðar upp á íslensku, er talinn ábyrgur fyrir fimm morðum á ungum konum í Londin haustið 1888. Ýmsar kenningar hafa verið á lofti í gegnum tíðina hver fjöldamorðinginn með viðurnefnið er og yfir hundrað manns verið bendlaðir við morðin í gegnum tíðina, þeirra á meðal Albert Viktor prins, barnabarn Viktoríu drottningar og fyrrum forsætisráðherrann William Gladstone. Morðgátan hefur einnig verið innblástur fjölda bóka, sjónvarpsþátta og tímaritagreina í gegnum tíðina.

Forsaga uppljóstruninnar er sú að Russel þessi Edwards keypti á uppboði sjal sem atað var blóði eins fórnarlamba Kobba en einnig þótti það geyma lífssýni úr morðingjanum. Hann fékk vísindamann til liðs við sig og nú átta árum síðar, segjast þeira geta með fullvissu haldið því fram að Jack the Ripper hefi verið hinn pólskættaði Aaron Kosminski.

Með því að bera sam­an DNA úr bæði fórn­ar­lamb­inu og morðingj­an­um og síðan af­kom­end­um þeirra telja þeir sig nú geta sannað að hágreiðslumaðurinn Kosminski sé hinn seki.

Kos­miski var yf­ir­heyrður af lög­regl­unni í nokk­ur skipti á sín­um tíma í tengsl­um við morðin og þótti einn af sex mönnum sem um tíma þótti líklegastur til að hafa framkvæmt voðaverkin.  Hann var þó aldrei ákærður fyr­ir neitt. Komiski var veikur á geði og lést á sjúkrahúsi 53 ára að aldri, þrjátíu árum eftir að morðin voru framin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×