Vopnahlé verði notað til viðræðna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Mahmúd AbbasPalestínuforseti skýrði frá samkomulagi um vopnahlé í stuttu sjónvarpsávarpi síðdegis í gær. Vísir/AP Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira