„Ég læt fötlun mína ekki hafa áhrif á drauma mína" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. júlí 2014 16:49 Tim Harris á og rekur eigin veitingastað. „Hin fræga tilvitnun í Walt Disney „Ef þig getur dreymt það getur þú gert það,“ hefur verið Tim Harris mikill innblástur í lífinu. Hann fæddist árið 1986 með Downs-heilkennið. Líf hans hefur farið fram úr björtustu vonum.“ Þessi skilaboð má finna á vefsíðu veitingastaðarins Tim‘s Place, sem er í eigu Tim Harris.Veitingastaðurinn, sem er í borginni Albuquerque í New Mexico, hefur vakið mikla athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum í gegnum tíðina. Tim opnaði staðinn ásamt foreldrum sínum árið 2010. Fjölmiðlar á borð við CNN og CBS hafa kíkt í heimsókn til Tim sem leggur mikla áherslu á að koma fram við viðskiptavini sína eins vel og hann getur. Til að mynda vill hann faðma sem flesta, svo öllum líði eins og heima hjá sér. Á meðan aðrir veitingastaðir vestanhafs segja frá því hversu marga hamborgara þeir hafa selt, hreykir Tim sig af því hversu marga hann hefur faðmað. „Yfir 40 þúsund faðmaðir,“ stendur á skilti inni á veitingastaðnum. Hér að neðan má sjá hjartnæmt myndband sem sýnir hversu glaður Tim er í vinnunni. Hann vaknar alla morgna klukkan hálf sex og er kominn í vinnuna um sjö. Hann segist yfirleitt dansa fyrir utan skemmtistaðinn, því hann sé svo spenntur að byrja daginn. „Við bjóðum upp á morgunmat, hádegismat og faðmlög. Faðmlögin eru best,“ segir hann. Í myndbandinu má sjá hversu ótrúlega vel Tim tekur á móti gestum sínum. „Tim‘s Place er sérstakur staður. Því hann er undir minni stjórn og í minni eigu,“ segir hann og bætir við: „Síðan ég var barn hefur mig langað að eiga veitingastað. Þannig að ég bað pabba minn um að hjálp. Sem betur fer,“ segir hann.Hér má sjá veitingastaðinn og allt starfsfólkið sem vinnur fyrir Tim Harris.Keith Harris segir Tim, son sinn, hafað viljað eignast veitingastað síðan hann var fjórtán ára. Hann segir að hann hafi kannski ekki tekið strákinn alvarlega í fyrstu, en svo hafi allir áttað sig á að Tm var alvara. „Útkoman er söguleg,“ segir stoltur pabbinn. Móðir hans Jeannie Harris segir: „Við höfum ekki enn heyrt af öðrum einstaklingi með downs-heilkennið sem á sinn eigin veitingastað. En við vonum að fleiri munu prófa það.“ „Uppáhaldið mitt er allt fólkið sem kemur,“ segir Tim og bætir við: „Faðmlögin eru mikli mikilvægari en maturinn. Maturinn er bara matur,“ segir hann og hlær. Tim hefur líka keppt í nokkrum greinum á Ólympíuleikum fatlaðra. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hann segja við einn viðskiptavin: „Ég á fleiri medalíur en Michael Phelps.“ „Ég læt fötlun mína ekki hafa áhrif á drauma mína. Fatlað fólk getur gert allt sem það ætlar sér, enda er það fólk einstakt. Við erum gjöf til annarra í heiminum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem fjallar um Tim. Áhugasamir geta líka styrkt staðinn með því að kaupa boli á þar til gerðri vefsíðu. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
„Hin fræga tilvitnun í Walt Disney „Ef þig getur dreymt það getur þú gert það,“ hefur verið Tim Harris mikill innblástur í lífinu. Hann fæddist árið 1986 með Downs-heilkennið. Líf hans hefur farið fram úr björtustu vonum.“ Þessi skilaboð má finna á vefsíðu veitingastaðarins Tim‘s Place, sem er í eigu Tim Harris.Veitingastaðurinn, sem er í borginni Albuquerque í New Mexico, hefur vakið mikla athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum í gegnum tíðina. Tim opnaði staðinn ásamt foreldrum sínum árið 2010. Fjölmiðlar á borð við CNN og CBS hafa kíkt í heimsókn til Tim sem leggur mikla áherslu á að koma fram við viðskiptavini sína eins vel og hann getur. Til að mynda vill hann faðma sem flesta, svo öllum líði eins og heima hjá sér. Á meðan aðrir veitingastaðir vestanhafs segja frá því hversu marga hamborgara þeir hafa selt, hreykir Tim sig af því hversu marga hann hefur faðmað. „Yfir 40 þúsund faðmaðir,“ stendur á skilti inni á veitingastaðnum. Hér að neðan má sjá hjartnæmt myndband sem sýnir hversu glaður Tim er í vinnunni. Hann vaknar alla morgna klukkan hálf sex og er kominn í vinnuna um sjö. Hann segist yfirleitt dansa fyrir utan skemmtistaðinn, því hann sé svo spenntur að byrja daginn. „Við bjóðum upp á morgunmat, hádegismat og faðmlög. Faðmlögin eru best,“ segir hann. Í myndbandinu má sjá hversu ótrúlega vel Tim tekur á móti gestum sínum. „Tim‘s Place er sérstakur staður. Því hann er undir minni stjórn og í minni eigu,“ segir hann og bætir við: „Síðan ég var barn hefur mig langað að eiga veitingastað. Þannig að ég bað pabba minn um að hjálp. Sem betur fer,“ segir hann.Hér má sjá veitingastaðinn og allt starfsfólkið sem vinnur fyrir Tim Harris.Keith Harris segir Tim, son sinn, hafað viljað eignast veitingastað síðan hann var fjórtán ára. Hann segir að hann hafi kannski ekki tekið strákinn alvarlega í fyrstu, en svo hafi allir áttað sig á að Tm var alvara. „Útkoman er söguleg,“ segir stoltur pabbinn. Móðir hans Jeannie Harris segir: „Við höfum ekki enn heyrt af öðrum einstaklingi með downs-heilkennið sem á sinn eigin veitingastað. En við vonum að fleiri munu prófa það.“ „Uppáhaldið mitt er allt fólkið sem kemur,“ segir Tim og bætir við: „Faðmlögin eru mikli mikilvægari en maturinn. Maturinn er bara matur,“ segir hann og hlær. Tim hefur líka keppt í nokkrum greinum á Ólympíuleikum fatlaðra. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hann segja við einn viðskiptavin: „Ég á fleiri medalíur en Michael Phelps.“ „Ég læt fötlun mína ekki hafa áhrif á drauma mína. Fatlað fólk getur gert allt sem það ætlar sér, enda er það fólk einstakt. Við erum gjöf til annarra í heiminum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem fjallar um Tim. Áhugasamir geta líka styrkt staðinn með því að kaupa boli á þar til gerðri vefsíðu.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira