Erlent

Úkraínuher krefst uppgjafar aðskilnaðarsinna í Donetsk

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Miklir bardagar geysa nú í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. Þrátt fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi beðið um tímabundið vopnahlé til að koma í veg fyrir mannfall óbreyttra borgara. Þess í stað hafa yfirmenn hersins sagt uppreisnarsinnum að gefast upp tafarlaust.

Einn borgari lést og tíu særðust í stórskotaárásum á borgina í morgun samkvæmt embættismönnum í borginni.

Talsmaður varnamálaráðuneytis Úkraínu sagði á blaðamannafundi í morgun að aðskilnaðarsinnar í borginni gætu einungis bjargað lífum sínum með því að gefast upp. Hingað til hefðu aðskilnaðarsinnar aldrei verið tilbúnir til nokkurs konar samstarfs.

„Ef hvítir fánar fara í loftið og þeir leggja niður vopn sín, mun enginn skjóta þá. Við höfum þó ekki séð þá taka nein skref í rétta átt. Bara eina yfirlýsingu,“ sagðiAndriy Lysenko.

Donetsk er helsta vígi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, en aðstæður í borginni hafa versnað mjög síðustu misseri. Fjöldinn allur af íbúðarhúsum, sjúkrahús og verslanir skemmdust í árásum í nótt. Allt að tvö þúsund heimili hafa orðið fyrir skemmdum.

Meira en þrjú hundruð þúsund íbúar borgarinnar, af milljón, hafa flúið.


Tengdar fréttir

Herinn þrengir að Donetsk

Talið er að fimmtungur íbúa borgarinnar hafi yfirgefið heimili sín vegna bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×