Erlent

Donetsk umkringd hermönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Donetsk laga brotnar rúður eftir sprengjuárásir.
Íbúar Donetsk laga brotnar rúður eftir sprengjuárásir. Vísir/AFP
Einn æðsti leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu segir að stjórnarherinn hafi umkringt Donetsk. Borginn er stærsta vígi aðskilnaðarsinna á svæðinu. Tilkynning Igor Girkin, eða Strelkov, sýnir fram á að aðskilnaðarsinnar viðurkenna að herinn hafi náð yfirhöndinni í átökunum, sem staðið hafa yfir í fjóra mánuði.

Stelkov segir frá því að stjórnarherinn hafi náð tökum á bænum Krasnyi Luch, sem liggi á milli Donetsk og annarra aðskilnaðarsinna. Talsmaður hersins vildi þó ekki staðfesta né neita því að herinn hefði tekið bæinn, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Áður en átökin hófust bjuggu rúm milljón manns í Donetsk en undanfarnar vikur hefur borgin orðið fyrir töluverðum sprengjuárásum. Talsmaður borgaryfirvalda segir að einn hafi fallið og nokkrir hafi særst í slíkum árásum í nótt.

Herinn þvertekur fyrir að skjóta á borgara. Aðskilnaðarsinnar segja þó að herinn skjóti á borgara og reyni að koma sökinni yfir á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×