Erlent

Stórhýsi brann til kaldra kola

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Byggingin var rústir einar og ekkert stóð eftir nema vinnupallarnir sem umluktu það.
Byggingin var rústir einar og ekkert stóð eftir nema vinnupallarnir sem umluktu það. vísir/afp
Það þurfti yfir 250 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í Los Angeles í gær. Framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem varð eldinum að bráð en til stóð að opna verslanir á neðstu hæðum þess en efri hæðirnar áttu að hýsa fólk.

Sjö hæða hátt húsið brann til kaldra kola. Eldurinn náði að breiða úr sér í tvær nærliggjandi byggingar og loka þurfti nálægum hraðbrautum meðan unnið var að slökkvistarfi. Rannsókn fer fram á tildrögum eldsins en talið er að kveikt hafi verið í. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×