Erlent

Vopnahléinu á Gasa lýkur á miðnætti

vísir/afp
Samninganefnd Palestínumanna metur nú tillögur Egypta í deilunni við Ísraela en vopnahléið á Gasaströndinni rennur út á miðnætti í kvöld.

Vopnahléið tók gildi á sunnudaginn var og síðan þá hafa Ísraelsmenn ekki gert árásir á Gasa og Hamasliðar hafa engum eldflaugum skotið í átt að Ísrael. Einn samningamanna Palestínumanna sagði í samtali við AP fréttastofuna að verið sé að meta tillögu sem Egyptar lögðu fram í gær.

Hún gengur út á að Ísraelsmenn heimili takmarkaðan flutning hjálpargagna inn á Gasaströndina en hafi svæðið þó enn í herkví. Ekki er ljóst hvernig deiluaðilar taka í þessa nýjustu tillögu en verði hún samþykkt myndi vopnahléið framlengjast um óákveðinn tíma og samningaviðræðurnar halda áfram.

Ísraelsmenn hafa einnig verið sakaðir um að beina árásum sínum á Gasa sérstaklega að moskum, bænahúsum Múslima.

Frá því árásir þeirra hófust fyrir mánuði hafa sextíu og þrjú slík hús verið jöfnuð við jörðu. Ísraelsmenn fullyrða að Hamas samtökin noti moskurnar til þess að geyma vopn og eldflaugar en þessu hafna Palestínumenn og segja að skipulega sé verið að útrýma moskunum í beinu stríði við múhameðstrú. Í síðustu árásarhrinu sem gerð var á Gasa, árið 2012 varð ekki ein einasta moska fyrir skemmdum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.