Vaxandi spenna í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. nóvember 2014 10:00 Í Cleveland og víðar lögðust mótmælendur á götur eins og dauðir væru, og sýndu einnig lista með nöfnum yfir fólk sem lögreglumenn hafa orðið að bana á síðustu árum. Vísir/ap Vonbrigði með úrskurð ákærukviðdóms í máli Michaels Brown hafa brotist út með mótmælum í borgum og bæjum víða um Bandaríkin. Ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn, sem varð honum að bana í sumar úti á götu í Ferguson, einu úthverfa borgarinnar St. Louis. Mótmælendur hafa rifjað upp og minnt á fjölmörg sams konar mál, þar sem hvítir löggæslumenn skjóta unga óvopnaða blökkumenn til bana. Aðeins tveimur dögum áður en ákærukviðdómur kynnti niðurstöðu sína hafði lögreglumaður í Cleveland skotið tólf ára dreng til bana. Lögregla, dómsvald og stjórnvöld öll í Bandaríkjunum eru sökuð um djúpstæða kynþáttafordóma, sem nú megi ekki draga lengur að uppræta. Fjölskylda Michaels Brown hefur allt frá fyrsta degi lagt áherslu á að fólk forðist ofbeldi og leyfi málinu að fara sína leið í gegnum kerfið. Nú segir lögmaður foreldra hans, Benjamin Crump, að þetta ferli sé rofið: „Úti um öll Bandaríkin, hvort sem það er í New York, Los Angeles eða Cleveland, eru lögreglumenn að drepa ungt hörundsdökkt fólk,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Og saksóknararnir á staðnum setja saman þennan „sanngjarna og óhlutdræga“ ákærukviðdóm, og það heldur áfram að skila þessum sömu niðurstöðum.“ Þá eru Sameinuðu þjóðirnar farnar að lýsa áhyggjum sínum af hlutskipti blökkumanna í Bandaríkjunum. Zeid Raad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu um málið á þriðjudag: „Ég hef þungar áhyggjur af því að hlutfallslega of margir ungir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna deyja eftir viðskipti við lögreglumenn, að hlutfallslega of margir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna sitja í fangelslum og hlutfallslega of margir bíða aftöku,“ segir þar. Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi hins vegar fyrir fólki að dómsvaldið þyrfti að hafa sinn gang: „Við erum samfélag sem byggir á réttarríkinu, og við þurfum þess vegna að sætta okkur við að það var ákærukviðdómurinn sem átti að taka þessa ákvörðun,“ sagði hann í ávarpi sínu á mánudag. Það vakti svo athygli fjölmiðla vestra að þessi viðbrögð forsetans voru gjörólík viðbrögðum hans á síðasta ári þegar kviðdómur í Flórída sýknaði George Zimmerman. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu og skaut Trayvon Martin, sautján ára þeldökkan menntaskólapilt sem var á leiðinnni heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð. Þá lýsti Obama eigin reynslu af því þegar hann, sem ungur maður, mætti tortryggni, undarlegum augnagotum og hreinlega andúð þegar hann var á ferðinni innan um fólk: „Trayvon Martin hefði getað verið ég fyrir 35 árum.“ Eftir að Brown féll fyrir byssukúlum lögreglumannsins í Ferguson í sumar skrifaði móðir Trayvons Martin foreldrum Browns bréf, þar sem hún segir að dauði þeirra megi ekki verða til einskis. Baráttan fyrir réttlæti þurfi nú að eflast um allan helming: „Við munum ekki lengur láta líta fram hjá okkur. Við munum tengjast böndum, halda áfram baráttu okkar fyrir réttlætinu og sjá til þess að þeir muni eftir börnum okkar í réttu ljósi.“Skotnir af lögreglu Í hverjum mánuði verða lögreglumenn í Bandaríkjunum tugum eða jafnvel hundruðum manna að bana. Oft eru það óvopnuð ungmenni og oftar en ekki með dökkan hörundslit. Fáein dæmi eru hér nefnd:Tamir Rice, 12 ára, skotinn til bana á leikvelli í borginni Cleveland 22. nóvember, 2014. Hann var að sveifla byssu sem ekki var vitað hvort væri leikfangabyssa.Michael Brown, 18 ára, skotinn 9. ágúst 2014 í Ferguson, einu úthverfa St. Louis. Lögreglumaðurinn Darren Wilson þarf ekki að svara til saka.Kendrec McDade, 19 ára nemi í Pasadena, Flórída, margskotinn í brjóstið í húsasundi 24. mars árið 2012. Hann var óvopnaður, en lögreglumenn voru sýknaðir.Trayvon Martin, 18 ára nemi, skotinn 26. febrúar 2012 í bænum Sanford í Flórída af sjálfboðaliða í nágrannagæslu, sem þótti hann grunsamlegur og elti hann uppi. Banamaðurinn var sýknaður.Sean Bell, 23 ára, skotinn til bana í Queens-hverfi í New York 25. nóvember 2006. Hann hafði ætlað að gifta sig síðar um daginn. Þrír af fimm lögreglumönnum sóttir til saka, en allir sýknaðir. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Vonbrigði með úrskurð ákærukviðdóms í máli Michaels Brown hafa brotist út með mótmælum í borgum og bæjum víða um Bandaríkin. Ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn, sem varð honum að bana í sumar úti á götu í Ferguson, einu úthverfa borgarinnar St. Louis. Mótmælendur hafa rifjað upp og minnt á fjölmörg sams konar mál, þar sem hvítir löggæslumenn skjóta unga óvopnaða blökkumenn til bana. Aðeins tveimur dögum áður en ákærukviðdómur kynnti niðurstöðu sína hafði lögreglumaður í Cleveland skotið tólf ára dreng til bana. Lögregla, dómsvald og stjórnvöld öll í Bandaríkjunum eru sökuð um djúpstæða kynþáttafordóma, sem nú megi ekki draga lengur að uppræta. Fjölskylda Michaels Brown hefur allt frá fyrsta degi lagt áherslu á að fólk forðist ofbeldi og leyfi málinu að fara sína leið í gegnum kerfið. Nú segir lögmaður foreldra hans, Benjamin Crump, að þetta ferli sé rofið: „Úti um öll Bandaríkin, hvort sem það er í New York, Los Angeles eða Cleveland, eru lögreglumenn að drepa ungt hörundsdökkt fólk,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Og saksóknararnir á staðnum setja saman þennan „sanngjarna og óhlutdræga“ ákærukviðdóm, og það heldur áfram að skila þessum sömu niðurstöðum.“ Þá eru Sameinuðu þjóðirnar farnar að lýsa áhyggjum sínum af hlutskipti blökkumanna í Bandaríkjunum. Zeid Raad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu um málið á þriðjudag: „Ég hef þungar áhyggjur af því að hlutfallslega of margir ungir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna deyja eftir viðskipti við lögreglumenn, að hlutfallslega of margir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna sitja í fangelslum og hlutfallslega of margir bíða aftöku,“ segir þar. Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi hins vegar fyrir fólki að dómsvaldið þyrfti að hafa sinn gang: „Við erum samfélag sem byggir á réttarríkinu, og við þurfum þess vegna að sætta okkur við að það var ákærukviðdómurinn sem átti að taka þessa ákvörðun,“ sagði hann í ávarpi sínu á mánudag. Það vakti svo athygli fjölmiðla vestra að þessi viðbrögð forsetans voru gjörólík viðbrögðum hans á síðasta ári þegar kviðdómur í Flórída sýknaði George Zimmerman. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu og skaut Trayvon Martin, sautján ára þeldökkan menntaskólapilt sem var á leiðinnni heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð. Þá lýsti Obama eigin reynslu af því þegar hann, sem ungur maður, mætti tortryggni, undarlegum augnagotum og hreinlega andúð þegar hann var á ferðinni innan um fólk: „Trayvon Martin hefði getað verið ég fyrir 35 árum.“ Eftir að Brown féll fyrir byssukúlum lögreglumannsins í Ferguson í sumar skrifaði móðir Trayvons Martin foreldrum Browns bréf, þar sem hún segir að dauði þeirra megi ekki verða til einskis. Baráttan fyrir réttlæti þurfi nú að eflast um allan helming: „Við munum ekki lengur láta líta fram hjá okkur. Við munum tengjast böndum, halda áfram baráttu okkar fyrir réttlætinu og sjá til þess að þeir muni eftir börnum okkar í réttu ljósi.“Skotnir af lögreglu Í hverjum mánuði verða lögreglumenn í Bandaríkjunum tugum eða jafnvel hundruðum manna að bana. Oft eru það óvopnuð ungmenni og oftar en ekki með dökkan hörundslit. Fáein dæmi eru hér nefnd:Tamir Rice, 12 ára, skotinn til bana á leikvelli í borginni Cleveland 22. nóvember, 2014. Hann var að sveifla byssu sem ekki var vitað hvort væri leikfangabyssa.Michael Brown, 18 ára, skotinn 9. ágúst 2014 í Ferguson, einu úthverfa St. Louis. Lögreglumaðurinn Darren Wilson þarf ekki að svara til saka.Kendrec McDade, 19 ára nemi í Pasadena, Flórída, margskotinn í brjóstið í húsasundi 24. mars árið 2012. Hann var óvopnaður, en lögreglumenn voru sýknaðir.Trayvon Martin, 18 ára nemi, skotinn 26. febrúar 2012 í bænum Sanford í Flórída af sjálfboðaliða í nágrannagæslu, sem þótti hann grunsamlegur og elti hann uppi. Banamaðurinn var sýknaður.Sean Bell, 23 ára, skotinn til bana í Queens-hverfi í New York 25. nóvember 2006. Hann hafði ætlað að gifta sig síðar um daginn. Þrír af fimm lögreglumönnum sóttir til saka, en allir sýknaðir.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila