Erlent

Evrópusinnaðir flokkar stærstir

Þátttaka í kosningunum  var rúm 52 prósent.
Þátttaka í kosningunum var rúm 52 prósent. Vísir/AFP
Flokkar sem styðja bæði friðarsamkomulag um að binda enda á átökin í Úkraínu og samstarf við Evrópusambandið sigruðu í úkraínsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina.

Útgönguspár benda til þess að flokkur Petrós Porósjenkó, forseta Úkraínu, verði stærsti flokkurinn á þingi en flokkur forsætisráðherrans, Arsenís Jatsenjúk, fylgir fast á eftir. Endanleg úrslit koma í ljós á næstu dögum.

Porósjenkó ætlar að hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar á næstu dögum en hann telur líklegt að Jatsenjúk, núverandi forsætisráðherra, verði áfram í því embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×