Níu þúsund hafa smitast Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2014 07:00 Hjálparstarfsmenn meðhöndla fórnarlamb Ebólu veirunnar í Sierra Leone. vísir/afp Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús.
Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira