Níu þúsund hafa smitast Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2014 07:00 Hjálparstarfsmenn meðhöndla fórnarlamb Ebólu veirunnar í Sierra Leone. vísir/afp Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús.
Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira