Þorri Geir: Verð líklega áfram hjá Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 07:00 Þorri Geir kom sterkur inn í stjörnuliðið í sumar. vísir/stefán Þorri Geir Rúnarsson gleymir nýliðnu tímabili eflaust seint. Þessi 19 ára Garðbæingur átti aðeins einn leik að baki í Pepsi-deildinni fyrir þetta tímabil. Hann endaði þetta tímabil hins vegar sem fastamaður í taplausu Íslandsmeistaraliði, auk þess sem hann lék sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn, þegar íslenska U-21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM. Þorri var að vonum ánægður með fyrsta landsleikinn, þótt hann hefði viljað fá betri úrslit, en Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli: „Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig undir lokin, en ég var mjög sáttur með að við höfðum náð að skora og setja smá pressu á þá,“ sagði Þorri sem sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn í landsliðshópinn, þar sem hann stefnir á að vera á næstu árum. Þorri spilaði nokkra leiki með Stjörnunni fyrra hluta sumars, en eftir að fyrirliðinn Michael Præst meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan var honum hent út í djúpu laugina. Þorri tók stöðu Danans á miðjunni og spilaði hverja einustu mínútu í Pepsi-deildinni eftir að Præst meiddist. Hann er ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk vonum framar og ég var virkilega ánægður með frammistöðuna. Og tímabilið endaði svo með Íslandsmeistaratitli sem við Stjörnumenn erum enn í skýjunum með,“ sagði Þorri sem varð einnig Íslandsmeistari með öðrum flokki í sumar, annað árið í röð. En varla bjóst hann við því að vera fastamaður í liði Stjörnunnar í sumar, og hvað þá Íslandsmeistari að því loknu? „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við því að vera byrjunarliðsmaður, þótt ég gerði mér vonir um það. En síðan kom þetta upp á með Præst og það kom bara maður í manns stað,“ sagði Þorri sem sagðist hafa fundið fyrir miklu trausti hjá þjálfaraliði Stjörnunnar. Þorri segir það hafa verið mikla upplifun að spila úrslitaleikinn gegn FH 4. október, þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn: „Það var þvílíkt umfang í kringum leikinn, fullt af áhorfendum og mikil stemning. Og við misstum aldrei trúna þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Þorri, sem stefnir að því að festa sig enn frekar í sessi á næsta tímabili. „Ég verð að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni og er mjög ánægður þar. Ég stefni bara að því að halda sæti mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Þorri að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Þorri Geir Rúnarsson gleymir nýliðnu tímabili eflaust seint. Þessi 19 ára Garðbæingur átti aðeins einn leik að baki í Pepsi-deildinni fyrir þetta tímabil. Hann endaði þetta tímabil hins vegar sem fastamaður í taplausu Íslandsmeistaraliði, auk þess sem hann lék sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn, þegar íslenska U-21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM. Þorri var að vonum ánægður með fyrsta landsleikinn, þótt hann hefði viljað fá betri úrslit, en Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli: „Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig undir lokin, en ég var mjög sáttur með að við höfðum náð að skora og setja smá pressu á þá,“ sagði Þorri sem sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn í landsliðshópinn, þar sem hann stefnir á að vera á næstu árum. Þorri spilaði nokkra leiki með Stjörnunni fyrra hluta sumars, en eftir að fyrirliðinn Michael Præst meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan var honum hent út í djúpu laugina. Þorri tók stöðu Danans á miðjunni og spilaði hverja einustu mínútu í Pepsi-deildinni eftir að Præst meiddist. Hann er ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk vonum framar og ég var virkilega ánægður með frammistöðuna. Og tímabilið endaði svo með Íslandsmeistaratitli sem við Stjörnumenn erum enn í skýjunum með,“ sagði Þorri sem varð einnig Íslandsmeistari með öðrum flokki í sumar, annað árið í röð. En varla bjóst hann við því að vera fastamaður í liði Stjörnunnar í sumar, og hvað þá Íslandsmeistari að því loknu? „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við því að vera byrjunarliðsmaður, þótt ég gerði mér vonir um það. En síðan kom þetta upp á með Præst og það kom bara maður í manns stað,“ sagði Þorri sem sagðist hafa fundið fyrir miklu trausti hjá þjálfaraliði Stjörnunnar. Þorri segir það hafa verið mikla upplifun að spila úrslitaleikinn gegn FH 4. október, þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn: „Það var þvílíkt umfang í kringum leikinn, fullt af áhorfendum og mikil stemning. Og við misstum aldrei trúna þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Þorri, sem stefnir að því að festa sig enn frekar í sessi á næsta tímabili. „Ég verð að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni og er mjög ánægður þar. Ég stefni bara að því að halda sæti mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Þorri að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira