Innlent

Byggja tröppur og palla við Hjálparfoss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjálparfoss er á Suðurlandi og er einn af fallegustu fossum landsins.
Hjálparfoss er á Suðurlandi og er einn af fallegustu fossum landsins. Vísir/Vilhelm
Vel gengur að smíða tröppur og palla fyrir gesti sem koma til að skoða Hjálparfoss og umhverfi hans.

Á vef Skógræktar ríkisins kemur fram að lagðir verða vel afmarkaðir stígar og ætti svæðið því að þola betur sívaxandi straum ferðamanna. Gróður hafði mjög látið á sjá við Hjálparfoss allra síðustu ár.

Fossinn er í landi Skógræktar ríkisins og tekur Skógræktin þátt í umsjón svæðisins ásamt sveitarfélaginu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Áætlað er að framkvæmdirnar við fossinn kosti um sex milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í lok maí reglugerð um úthlutun styrkja vegna átaks til uppbyggingar á ferðamannastöðum sumarið 2014.

Markmiðið var að styrkja sérstaklega framkvæmdir á gönguleiðum og göngustígum sem lægju undir skemmdum. Hjálparfoss var einn þeirra staða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×