Innlent

350 milljónir í ferðamannastaði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Rúmlega 350 milljón króna fjárframlag til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í sumar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar i gær. Fjármunirnir verða nýttir til verkefna sem talin eru mikilvæg vegna verndunar eða öryggissjónarmiða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Settur var saman listi yfir staði í umsjón og eigu ríkisins og sveitarfélaga þar sem talið er brýnt að ráðast í aðgerðir í sumar vegna aukins ferðamannastraums til landsins.Umhverfis- og auðlindarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra unnu llistann í samstarfi við forsætisráðuneytið og stjórn Framkvæmdastjóðs ferðamannastaða.

Framkvæmdir verða gerðar á gönguleiðum sem liggja undan skemmdum og verður meðal annars skipt um jarðvegsefni þeim til verndar. Þá þarf víða að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna, en talið er að slysahættan sé veruleg á mörgum þessara staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×