Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Námaskarð Hverirnir austan Námaskarðs eru meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps er formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sem áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar.Fréttablaðið/Vilhelm Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira