Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Námaskarð Hverirnir austan Námaskarðs eru meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Norðurlandi. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps er formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sem áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar.Fréttablaðið/Vilhelm Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Hið opinbera veitir fjörutíu milljónum til gerðar göngustígs og nýs útsýnispalls við Dettifoss að vestanverðu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í landi Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á svæðinu í sumar. Auk þeirra fjörutíu milljóna sem fara í gerð göngustígs og útsýnispalls við Dettifoss verða tíu milljónir veittar í uppbyggingu og lagfæringu göngustíga við hveri austan Námaskarðs. Hverir þessir eru einnig í landi Reykjahlíðar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Heildarúthlutun ráðuneytisins nemur um 380 milljónum króna. Ferðamálastofa annast úthlutanir úr sjóðnum sem eiga nú að fara í brýnar framkvæmdir vegna verndunar náttúru eða öryggis ferðamanna. Framkvæmdasjóður ferðmannastaða óskaði eftir tillögum frá sveitarfélögum og opinberum aðilum um mögulegar framkvæmdir. Fyrir yrði þó að liggja skipulag til að hægt væri að fara í framkvæmdir strax á þessu ári.Sveitarstjóri er landeigandi Þær tíu milljónir sem veittar eru til uppbyggingar göngustíga við hverina við Námaskarð eru veittar til Skútustaðahrepps. Oddviti Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir, svaraði fyrirspurn framkvæmdasjóðs um á hvaða stöðum hægt væri að ráðast í framkvæmdir á þessu ári í sveitarfélaginu. Nefndi hún umræddan göngustíg sem álitlegan kost. Guðrún María er einnig forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar og á fjórðungshlut í landinu. Guðrún María sagði í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins að engar breytingar væru áformaðar á gjaldtöku á svæðinu sem munu hefjast í sumar. Hún telur ekkert óeðlilegt við það að hún í nafni Skútustaðahrepps hafi óskað eftir styrk til lands í hennar eigu, lands sem landeigendur ætla svo að rukka aðgangseyri að. „Ég hef verið landeigandi í áratugi þarna og taldi mig ekki vera vanhæfa við að leggja fram lista um ferðamannastaði í sveitarfélaginu sem væru styrkhæfir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.“Gjaldtaka áformuð Landeigendafélag Reykjahlíðar áformar gjaldtöku á ferðamenn á þremur stöðum í landi sínu. Ferðamannastaðirnir eru meðal þeirra fjölsóttustu á Norðausturlandi. Staðirnir eru Dettifoss og hverirnir austan Námaskarðs, auk Leirhnjúks við Kröflu. Á heimasíðunni natturugjald.is færa landeigendur rök fyrir áformaðri gjaldtöku. Ágangur ferðamanna sé slíkur á þessa staði að náttúran þar sé komin að þolmörkum og sé engan veginn sjálfbær. Því sé nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á þessum svæðum með náttúruna í fyrirrúmi. Gjaldinu verði varið til uppbyggingar á svæðinu, meðal annars gerðir göngustígar og útsýnispallar. Gjald sem landeigendur ætla að taka fyrir að skoða alla þrjá staðina nemur 2.888 krónum. Því skýtur það skökku við að landeigendur ætli að taka gjald af ferðamönnum á þeim forsendum að bæta göngustíga á svæðinu þegar hið opinbera hefur þegar ákveðið að leggja 50 milljónir til að bæta aðgengi ferðamanna við þessa fjölsóttu ferðamannastaði.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira