Innlent

Ríkið leggur fé í ferðamannastaði vegna seinkunar náttúrupassans

Brjánn Jónasson skrifar
Til stóð að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á yfirstandandi þingi, en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði vinnu við frumvarpið ekki lokið í ræðu á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar.
Til stóð að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á yfirstandandi þingi, en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði vinnu við frumvarpið ekki lokið í ræðu á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm
Frumvarp um náttúrupassa verður ekki lagt fram á yfirstandandi þingi heldur er stefnt á að vinna það áfram í sumar og leggja það fram í byrjun haustþings. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag.

Ragnheiður sagði að áfram standi til að taka náttúrupassann í gagnið í upphafi næsta árs. Sumarið verði nýtt til að vinna frumvarpið betur.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja sérstaka aukafjárveitingu til uppbyggingar ferðamannastaða í sumar. Ragnheiður sagði þörf fyrir úrbætur víða brýnar, og ekki hægt að bíða eitt sumar í viðbót án þess að bæta úr. Hún sagði ekki ljóst hversu miklu fé yrði veitt til uppbyggingar í sumar, og sagði það velta á þeim verkefnum sem verði styrkt.

Ragnheiður sagði að fé muni renna til uppbyggingar á landi í eigu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila, án mótframlags annarra. Áherslan verði öll á verkefnum sem hægt sé að koma til framkvæmda í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×