Innlent

Milljóna ríkisstyrkir fóru upp í arðgreiðslur

ingvar haraldsson skrifar
Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsóknar og greiningar segir arðinn hafa verið nýttan í styrki.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsóknar og greiningar segir arðinn hafa verið nýttan í styrki. vísir/valli
Einkahlutafélagið Rannsókn og greining ehf. greiddi 12,35 milljónir í arð á árunum 2006 til 2009. Á sama tímabili fékk fyrirtækið greiddar 11,5 milljónir í styrki frá ríkinu samkvæmt frétt DV.

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Rannsókn og greining hefði fengið í heild yfir 50 milljónir króna frá árinu 2006 af opinberu fé gegnum samning við menntamálaráðuneytið til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks án þess að leita útboðs eða tilboða. Kristín Halldórsdóttir, sviðstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, gaf þá út að fullt tilefni væri til að skoða samning ríkisins við fyrirtækið.

Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar, segir í samtali við DV að arðgreiðslurnar hefðu verið nýttar til að styrkja frekari rannsóknir á gögnum sem fyrirtækið hefði aflað. Inga Dóra gat hins vegar ekki svarað því hvers vegna styrkveitingarnar hefðu ekki farið í gegnum fyrirtækið í stað þess að greiða henni arð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×