Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. september 2014 07:00 Rannsóknir og greining ehf. er til húsa í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirtækið leigir húsnæðið af skólanum. Mynd/Stefán Karlsson Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æskulýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokkinn rennur til Rannsóknar og greiningar.Samningurinn er gerður í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur„Innihalda ekki ákvæði um uppsögn eða eftirlit“ Árið 2009, nánar tiltekið 12. janúar þess árs, var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf. Samningurinn var undirritaður tveimur vikum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liðaðist í sundur. Þáverandi menntamálaráðherra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samið var við fyrirtækið fram til ársins 2016 og er ekkert uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Sá samningur hljóðar upp á 24.2 milljónir króna. Lög um opinber innkaup, sem eru frá árinu 2007, heimila ekki samningagerð að þessari stærðargráðu, án þess að útboð sé viðhaft. Kristín Kalmansdóttir , sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoðunar og birt samtals 10 skýrslur um þau mál. Í þessum skýrslum hefur stofnunin m.a. gert athugasemdir við það ef samningar hafa ekki innihaldið ákvæði um uppsögn samnings og eftirlit ráðuneytis með framkvæmd hans. Með hliðsjón af þessum og öðrum athugasemdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Í þessu sambandi bendir stofnunin einnig á að samkvæmt 4. gr. laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyriræki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.“Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf.Skýrsla frá árinu 2013 gagnrýnir umhverfi æskulýðsrannsókna Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf., segir það afar gott að ríkið vilji vera með í að rannsaka ungt fólk og telur stöðu þess ekki vera forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir. „Það er mjög gott að hið opinbera vilji vera með okkur í því að kanna líðan barnanna okkar. Við lítum ekki á þetta sem forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir, þar sem þessar rannsóknir hafa verið stundaðar óslitið síðan 1992 og mikilvægt að það náist samfella í rannsóknir af þessu tagi.“ Árið 2013 kom út skýrsla ráðgjafarnefndar um æskulýðsrannsóknir þar sem bent var á þessar brotalamir í kerfinu. Nefndin lagði til að mótuð yrði stefna um að öll gögn yrðu gerð opinber sem safnað er fyrir opinbert fé. Einnig lagði nefndin til að ferli í auglýsingum og veiting styrkja væri gagnsæ og að jafnræði væri milli umsækjenda. Að endingu minnti nefndin á að ekkert gæðaviðmið eða mat á áætluðum ávinningi rannsókna væri viðhaft. Því gæti hið opinbera ekki vitað hvort því fjármagni sem varið er í æskulýðsrannsóknir væri hugsanlega betur varið með öðrum aðferðum. Sögu einkahlutafélagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofnun en rannsóknarhluti RUM var gefinn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., ákveðið af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. „Rannsóknir og greining ehf. fékk á sínum tíma heimild til að halda rannsóknum um ungt fólk áfram og viðhalda starfinu sem unnið hafði verið innan RUM. Það var í rauninni búið að leggja þetta niður á þeim tíma,“ segir Jón Sigfússon. Á þessum tíma, frá árinu 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og í hálfu starfi hjá Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.Tjáði sig ekki Menntamálaráðuneytið hefur gert tvo samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greiningu ehf. Sá fyrri er frá árinu 2004 og sá seinni gerður þann 12. janúar árið 2009. Seinni samningurinn hljóðar upp á 24,2 milljónir króna og er til ársins 2016. Á þeim tíma sem fyrirtækið hefur gert samninga við hið opinbera um æskulýðsrannsóknir hefur eigandi fyrirtækisins greitt sér rúmar 13 milljónir króna í arð úr fyrirtækinu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðsrannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æskulýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokkinn rennur til Rannsóknar og greiningar.Samningurinn er gerður í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur„Innihalda ekki ákvæði um uppsögn eða eftirlit“ Árið 2009, nánar tiltekið 12. janúar þess árs, var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf. Samningurinn var undirritaður tveimur vikum áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liðaðist í sundur. Þáverandi menntamálaráðherra var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samið var við fyrirtækið fram til ársins 2016 og er ekkert uppsagnarákvæði í samningnum við fyrirtækið. Sá samningur hljóðar upp á 24.2 milljónir króna. Lög um opinber innkaup, sem eru frá árinu 2007, heimila ekki samningagerð að þessari stærðargráðu, án þess að útboð sé viðhaft. Kristín Kalmansdóttir , sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoðunar og birt samtals 10 skýrslur um þau mál. Í þessum skýrslum hefur stofnunin m.a. gert athugasemdir við það ef samningar hafa ekki innihaldið ákvæði um uppsögn samnings og eftirlit ráðuneytis með framkvæmd hans. Með hliðsjón af þessum og öðrum athugasemdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Í þessu sambandi bendir stofnunin einnig á að samkvæmt 4. gr. laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur gera við eitt eða fleiri fyriræki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.“Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf.Skýrsla frá árinu 2013 gagnrýnir umhverfi æskulýðsrannsókna Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar ehf., segir það afar gott að ríkið vilji vera með í að rannsaka ungt fólk og telur stöðu þess ekki vera forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir. „Það er mjög gott að hið opinbera vilji vera með okkur í því að kanna líðan barnanna okkar. Við lítum ekki á þetta sem forskot á aðra sem stunda æskulýðsrannsóknir, þar sem þessar rannsóknir hafa verið stundaðar óslitið síðan 1992 og mikilvægt að það náist samfella í rannsóknir af þessu tagi.“ Árið 2013 kom út skýrsla ráðgjafarnefndar um æskulýðsrannsóknir þar sem bent var á þessar brotalamir í kerfinu. Nefndin lagði til að mótuð yrði stefna um að öll gögn yrðu gerð opinber sem safnað er fyrir opinbert fé. Einnig lagði nefndin til að ferli í auglýsingum og veiting styrkja væri gagnsæ og að jafnræði væri milli umsækjenda. Að endingu minnti nefndin á að ekkert gæðaviðmið eða mat á áætluðum ávinningi rannsókna væri viðhaft. Því gæti hið opinbera ekki vitað hvort því fjármagni sem varið er í æskulýðsrannsóknir væri hugsanlega betur varið með öðrum aðferðum. Sögu einkahlutafélagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofnun en rannsóknarhluti RUM var gefinn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., ákveðið af Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra. „Rannsóknir og greining ehf. fékk á sínum tíma heimild til að halda rannsóknum um ungt fólk áfram og viðhalda starfinu sem unnið hafði verið innan RUM. Það var í rauninni búið að leggja þetta niður á þeim tíma,“ segir Jón Sigfússon. Á þessum tíma, frá árinu 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og í hálfu starfi hjá Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.Tjáði sig ekki Menntamálaráðuneytið hefur gert tvo samninga við fyrirtækið Rannsóknir og greiningu ehf. Sá fyrri er frá árinu 2004 og sá seinni gerður þann 12. janúar árið 2009. Seinni samningurinn hljóðar upp á 24,2 milljónir króna og er til ársins 2016. Á þeim tíma sem fyrirtækið hefur gert samninga við hið opinbera um æskulýðsrannsóknir hefur eigandi fyrirtækisins greitt sér rúmar 13 milljónir króna í arð úr fyrirtækinu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tjáði sig ekki við blaðamann þó eftir því hafi verið leitað.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira