Stjórnarráðinu helst illa á menntaðasta starfsfólkinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. október 2014 08:00 Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Vísir/GVA Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst. Alþingi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst.
Alþingi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira