Erlent

Obama ætlar ekki að senda landher til Írak

ingvar haraldsson skrifar
Barack Obama ítrekaði þá afstöðu sína að hann hygðist ekki senda landher til Íraks á blaðamannafundi í MacDill-herstöðinni í Flórída í gær.
Barack Obama ítrekaði þá afstöðu sína að hann hygðist ekki senda landher til Íraks á blaðamannafundi í MacDill-herstöðinni í Flórída í gær. vísir/ap
Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst ekki senda bandarískar landhersveitir til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandaríkjaher hyggist þó áfram styðja við Kúrda og Íraka með loftárásum og annars konar stuðningi.

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, útilokaði einnig alfarið að erlendar hersveitir myndu aftur stíga fæti á íraska grundu. „Það er ekki þörf á þeim og við viljum ekki fá þær,“ segir al-Abadi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×