Erlent

Kynslóðabil meðal skoskra kjósenda

Fylgismenn og andstæðingar sjálfstæðis hlið við hlið á útifundi í Edinborg á mánudaginn.
Fylgismenn og andstæðingar sjálfstæðis hlið við hlið á útifundi í Edinborg á mánudaginn. Vísir/AP
Ákveðið kynslóðabil hefur gert vart við sig í aðdraganda kosninganna í Skotlandi á fimmtudaginn. Skoðanakannanir sýna að meira fylgi er meðal yngra fólks en eldra við sjálfstæði Skotlands.

Mestur er stuðningurinn við óbreytt ástand meðal þeirra, sem komnir eru yfir sextugt. Sjálfstæðishreyfingin er hins vegar öflugust meðal þeirra, sem enn eru undir fertugu.

Kosningabaráttan hefur kallað fram sterkar tilfinningar, en enn er mjótt á mununum og óvíst hvort verður ofan á þegar talið verður upp úr kjörkössunum að kvöldi fimmtudags.

Óvenju mikill áhugi er á þessum kosningum meðal Skota. Alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku, en það er hærra en menn eiga að venjast.

Talið er að kosningaþátttakan geti orðið meiri en 85 prósent, en í kosningum til skoska þingsins árið 2011 var þátttakan ekki nema 50,4 prósent. Í bresku þingkosningunum árið 2010 var þátttakan 63,8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×