Guðjón Árni: Hætti að finna fyrir svimanum í júlí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. september 2014 06:00 Guðjón Árni er mættur aftur út á völlinn þó svo hann hafi hvílt mikið vegna höfuðhögga. vísir/valli „Ég er búinn að vera að æfa síðan í lok júlí og líður vel,“ segir bakvörður FH-inga, Guðjón Árni Antoníusson, en hann kom óvænt af bekknum í leik Þórs og FH á sunnudag og spilaði þá síðustu fjórar mínútur leiksins. Það voru flestir búnir að afskrifa knattspyrnuferil hans og hann var nánast búinn að því sjálfur í viðtali við Stöð 2 í lok júní. Þá sagði hann að það hefði verið langskynsamlegast að hætta í fyrra. Guðjón Árni hefur fengið alvarleg höfuðhögg sem hafa nánast haldið honum frá vellinum í tvö ár. Nú síðast fékk hann höfuðhögg í maí. Það kom því mörgum gríðarlega á óvart að sjá hann koma inn í leiknum gegn Þór. „Ég hætti að finna fyrir svimanum er ég byrjaði að hlaupa í júlí og ég fór svo að mæta á æfingar í lok mánaðarins. Ég gat svo alltaf gert meira á hverri æfingu.“Var með svima á hverjum degi Í fyrra var Guðjón Árni með mikinn svima á hverjum degi í margar vikur. Þá var hann ekki að æfa. Svo fór sviminn en hann kom aftur er bakvörðurinn fór að æfa á nýjan leik. „Ég finn ekki fyrir neinu núna þegar ég æfi. Það er allt eðlilegt og því ekkert að óttast.“ Leikmaðurinn notaðist við hlífðarbúnað á höfði í fyrstu en hann er hættur því núna. „Hjálmur eða hlífðarbúnaður gerir ekkert til þess að verjast heilahristingi. Menn tóku til dæmi úr NFL-boltanum þar sem menn eru með hjálma en eru endalaust að fá heilahristing. Hann hjálpar til að verjast brotum en heilinn hristist alltaf jafn mikið. Ég prófaði hlífina og æfði með hana í allan vetur en það breytti engu. Svo fékk ég óvænt högg á æfingu í maí sem stöðvaði mig aftur.“ Læknar sem Guðjón Árni ræddi við í fyrstu ráðlögðu honum að hvíla sig lengi og jafnvel að hætta í fótbolta. „Maður er alltaf að taka áhættu með því að vera í íþróttum þar sem er snerting. Það getur gerst í hverju sem er að menn fái þungt höfuðhögg. Ég er búinn að fara í margar rannsóknir og þeir segja að allt sé eðlilegt. Ég er ekki að skemma neitt, sögðu fremstu menn landsins í heila- og taugaskurðlækningum. Mér leið svo betur þegar ég fór aftur af stað núna í júlí,“ segir Guðjón og bætir við: „Það var sagt við mig í fyrra, og aftur núna, að það geti enginn sagt að ég þurfi að hvíla í ákveðinn tíma. Þetta er ekki eins og með tognun þar sem menn vita hvað það þarf að hvíla lengi. Menn vita ekki nógu mikið um þessa tegund meiðsla og því er öruggast að segja mönnum að hvíla sig og hætta þessu bara.“ „Það er öruggast og ég þarf að finna mér eitthvað öruggara. Ég talaði við Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlækni, og hann kom með nýjan punkt í mitt mál. Það gaf mér von um að fara aftur af stað þegar ég var nánast búinn að gefast upp.“Ógeðslega gaman í fótbolta Guðjón Árni segist hafa leitað að ýmsu sem gæti komið í stað fótboltans en það hafi ekki fundist. „Mér finnst svo ógeðslega gaman í fótbolta og ástríðan er enn þar. Ég reyndi að finna mér annað að gera eins og tengt þjálfun. Ég þarf einhvern meiri aðdraganda áður en ég hætti. Mér finnst svo gaman að fara á æfingar og taka á því,“ segir Guðjón og bætir við að hann sé ekkert hræddur um að skaða sig enn frekar. „Fyrst var ég samt að velja mér bolta til að fara í. Það gengur auðvitað ekki og Heimir þjálfari sá það alveg. Ég vissi síðan alveg hvenær ég ætlaði að fara í að skalla bolta á æfingum. Þegar ég byrjaði á því var þetta ekkert mál.“ Bakvörðurinn öflugi segist vera í góðu líkamlegu ástandi en eðlilega vantar upp á leikformið hjá honum. Hann er þó til í að spila ef eftir því er leitað. „Ég er klár og það er þjálfarinn sem velur liðið. Ég mun spila ef eftir því verður leitað. Ég mun ekkert hlífa mér og á reyndar erfitt með það. Ef ég ætlaði að gera það þá þyrfti ég að spila í neðri deildum eða snúa mér að einhverju öðru.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
„Ég er búinn að vera að æfa síðan í lok júlí og líður vel,“ segir bakvörður FH-inga, Guðjón Árni Antoníusson, en hann kom óvænt af bekknum í leik Þórs og FH á sunnudag og spilaði þá síðustu fjórar mínútur leiksins. Það voru flestir búnir að afskrifa knattspyrnuferil hans og hann var nánast búinn að því sjálfur í viðtali við Stöð 2 í lok júní. Þá sagði hann að það hefði verið langskynsamlegast að hætta í fyrra. Guðjón Árni hefur fengið alvarleg höfuðhögg sem hafa nánast haldið honum frá vellinum í tvö ár. Nú síðast fékk hann höfuðhögg í maí. Það kom því mörgum gríðarlega á óvart að sjá hann koma inn í leiknum gegn Þór. „Ég hætti að finna fyrir svimanum er ég byrjaði að hlaupa í júlí og ég fór svo að mæta á æfingar í lok mánaðarins. Ég gat svo alltaf gert meira á hverri æfingu.“Var með svima á hverjum degi Í fyrra var Guðjón Árni með mikinn svima á hverjum degi í margar vikur. Þá var hann ekki að æfa. Svo fór sviminn en hann kom aftur er bakvörðurinn fór að æfa á nýjan leik. „Ég finn ekki fyrir neinu núna þegar ég æfi. Það er allt eðlilegt og því ekkert að óttast.“ Leikmaðurinn notaðist við hlífðarbúnað á höfði í fyrstu en hann er hættur því núna. „Hjálmur eða hlífðarbúnaður gerir ekkert til þess að verjast heilahristingi. Menn tóku til dæmi úr NFL-boltanum þar sem menn eru með hjálma en eru endalaust að fá heilahristing. Hann hjálpar til að verjast brotum en heilinn hristist alltaf jafn mikið. Ég prófaði hlífina og æfði með hana í allan vetur en það breytti engu. Svo fékk ég óvænt högg á æfingu í maí sem stöðvaði mig aftur.“ Læknar sem Guðjón Árni ræddi við í fyrstu ráðlögðu honum að hvíla sig lengi og jafnvel að hætta í fótbolta. „Maður er alltaf að taka áhættu með því að vera í íþróttum þar sem er snerting. Það getur gerst í hverju sem er að menn fái þungt höfuðhögg. Ég er búinn að fara í margar rannsóknir og þeir segja að allt sé eðlilegt. Ég er ekki að skemma neitt, sögðu fremstu menn landsins í heila- og taugaskurðlækningum. Mér leið svo betur þegar ég fór aftur af stað núna í júlí,“ segir Guðjón og bætir við: „Það var sagt við mig í fyrra, og aftur núna, að það geti enginn sagt að ég þurfi að hvíla í ákveðinn tíma. Þetta er ekki eins og með tognun þar sem menn vita hvað það þarf að hvíla lengi. Menn vita ekki nógu mikið um þessa tegund meiðsla og því er öruggast að segja mönnum að hvíla sig og hætta þessu bara.“ „Það er öruggast og ég þarf að finna mér eitthvað öruggara. Ég talaði við Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlækni, og hann kom með nýjan punkt í mitt mál. Það gaf mér von um að fara aftur af stað þegar ég var nánast búinn að gefast upp.“Ógeðslega gaman í fótbolta Guðjón Árni segist hafa leitað að ýmsu sem gæti komið í stað fótboltans en það hafi ekki fundist. „Mér finnst svo ógeðslega gaman í fótbolta og ástríðan er enn þar. Ég reyndi að finna mér annað að gera eins og tengt þjálfun. Ég þarf einhvern meiri aðdraganda áður en ég hætti. Mér finnst svo gaman að fara á æfingar og taka á því,“ segir Guðjón og bætir við að hann sé ekkert hræddur um að skaða sig enn frekar. „Fyrst var ég samt að velja mér bolta til að fara í. Það gengur auðvitað ekki og Heimir þjálfari sá það alveg. Ég vissi síðan alveg hvenær ég ætlaði að fara í að skalla bolta á æfingum. Þegar ég byrjaði á því var þetta ekkert mál.“ Bakvörðurinn öflugi segist vera í góðu líkamlegu ástandi en eðlilega vantar upp á leikformið hjá honum. Hann er þó til í að spila ef eftir því er leitað. „Ég er klár og það er þjálfarinn sem velur liðið. Ég mun spila ef eftir því verður leitað. Ég mun ekkert hlífa mér og á reyndar erfitt með það. Ef ég ætlaði að gera það þá þyrfti ég að spila í neðri deildum eða snúa mér að einhverju öðru.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira