Guðjón Árni: Hætti að finna fyrir svimanum í júlí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. september 2014 06:00 Guðjón Árni er mættur aftur út á völlinn þó svo hann hafi hvílt mikið vegna höfuðhögga. vísir/valli „Ég er búinn að vera að æfa síðan í lok júlí og líður vel,“ segir bakvörður FH-inga, Guðjón Árni Antoníusson, en hann kom óvænt af bekknum í leik Þórs og FH á sunnudag og spilaði þá síðustu fjórar mínútur leiksins. Það voru flestir búnir að afskrifa knattspyrnuferil hans og hann var nánast búinn að því sjálfur í viðtali við Stöð 2 í lok júní. Þá sagði hann að það hefði verið langskynsamlegast að hætta í fyrra. Guðjón Árni hefur fengið alvarleg höfuðhögg sem hafa nánast haldið honum frá vellinum í tvö ár. Nú síðast fékk hann höfuðhögg í maí. Það kom því mörgum gríðarlega á óvart að sjá hann koma inn í leiknum gegn Þór. „Ég hætti að finna fyrir svimanum er ég byrjaði að hlaupa í júlí og ég fór svo að mæta á æfingar í lok mánaðarins. Ég gat svo alltaf gert meira á hverri æfingu.“Var með svima á hverjum degi Í fyrra var Guðjón Árni með mikinn svima á hverjum degi í margar vikur. Þá var hann ekki að æfa. Svo fór sviminn en hann kom aftur er bakvörðurinn fór að æfa á nýjan leik. „Ég finn ekki fyrir neinu núna þegar ég æfi. Það er allt eðlilegt og því ekkert að óttast.“ Leikmaðurinn notaðist við hlífðarbúnað á höfði í fyrstu en hann er hættur því núna. „Hjálmur eða hlífðarbúnaður gerir ekkert til þess að verjast heilahristingi. Menn tóku til dæmi úr NFL-boltanum þar sem menn eru með hjálma en eru endalaust að fá heilahristing. Hann hjálpar til að verjast brotum en heilinn hristist alltaf jafn mikið. Ég prófaði hlífina og æfði með hana í allan vetur en það breytti engu. Svo fékk ég óvænt högg á æfingu í maí sem stöðvaði mig aftur.“ Læknar sem Guðjón Árni ræddi við í fyrstu ráðlögðu honum að hvíla sig lengi og jafnvel að hætta í fótbolta. „Maður er alltaf að taka áhættu með því að vera í íþróttum þar sem er snerting. Það getur gerst í hverju sem er að menn fái þungt höfuðhögg. Ég er búinn að fara í margar rannsóknir og þeir segja að allt sé eðlilegt. Ég er ekki að skemma neitt, sögðu fremstu menn landsins í heila- og taugaskurðlækningum. Mér leið svo betur þegar ég fór aftur af stað núna í júlí,“ segir Guðjón og bætir við: „Það var sagt við mig í fyrra, og aftur núna, að það geti enginn sagt að ég þurfi að hvíla í ákveðinn tíma. Þetta er ekki eins og með tognun þar sem menn vita hvað það þarf að hvíla lengi. Menn vita ekki nógu mikið um þessa tegund meiðsla og því er öruggast að segja mönnum að hvíla sig og hætta þessu bara.“ „Það er öruggast og ég þarf að finna mér eitthvað öruggara. Ég talaði við Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlækni, og hann kom með nýjan punkt í mitt mál. Það gaf mér von um að fara aftur af stað þegar ég var nánast búinn að gefast upp.“Ógeðslega gaman í fótbolta Guðjón Árni segist hafa leitað að ýmsu sem gæti komið í stað fótboltans en það hafi ekki fundist. „Mér finnst svo ógeðslega gaman í fótbolta og ástríðan er enn þar. Ég reyndi að finna mér annað að gera eins og tengt þjálfun. Ég þarf einhvern meiri aðdraganda áður en ég hætti. Mér finnst svo gaman að fara á æfingar og taka á því,“ segir Guðjón og bætir við að hann sé ekkert hræddur um að skaða sig enn frekar. „Fyrst var ég samt að velja mér bolta til að fara í. Það gengur auðvitað ekki og Heimir þjálfari sá það alveg. Ég vissi síðan alveg hvenær ég ætlaði að fara í að skalla bolta á æfingum. Þegar ég byrjaði á því var þetta ekkert mál.“ Bakvörðurinn öflugi segist vera í góðu líkamlegu ástandi en eðlilega vantar upp á leikformið hjá honum. Hann er þó til í að spila ef eftir því er leitað. „Ég er klár og það er þjálfarinn sem velur liðið. Ég mun spila ef eftir því verður leitað. Ég mun ekkert hlífa mér og á reyndar erfitt með það. Ef ég ætlaði að gera það þá þyrfti ég að spila í neðri deildum eða snúa mér að einhverju öðru.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að æfa síðan í lok júlí og líður vel,“ segir bakvörður FH-inga, Guðjón Árni Antoníusson, en hann kom óvænt af bekknum í leik Þórs og FH á sunnudag og spilaði þá síðustu fjórar mínútur leiksins. Það voru flestir búnir að afskrifa knattspyrnuferil hans og hann var nánast búinn að því sjálfur í viðtali við Stöð 2 í lok júní. Þá sagði hann að það hefði verið langskynsamlegast að hætta í fyrra. Guðjón Árni hefur fengið alvarleg höfuðhögg sem hafa nánast haldið honum frá vellinum í tvö ár. Nú síðast fékk hann höfuðhögg í maí. Það kom því mörgum gríðarlega á óvart að sjá hann koma inn í leiknum gegn Þór. „Ég hætti að finna fyrir svimanum er ég byrjaði að hlaupa í júlí og ég fór svo að mæta á æfingar í lok mánaðarins. Ég gat svo alltaf gert meira á hverri æfingu.“Var með svima á hverjum degi Í fyrra var Guðjón Árni með mikinn svima á hverjum degi í margar vikur. Þá var hann ekki að æfa. Svo fór sviminn en hann kom aftur er bakvörðurinn fór að æfa á nýjan leik. „Ég finn ekki fyrir neinu núna þegar ég æfi. Það er allt eðlilegt og því ekkert að óttast.“ Leikmaðurinn notaðist við hlífðarbúnað á höfði í fyrstu en hann er hættur því núna. „Hjálmur eða hlífðarbúnaður gerir ekkert til þess að verjast heilahristingi. Menn tóku til dæmi úr NFL-boltanum þar sem menn eru með hjálma en eru endalaust að fá heilahristing. Hann hjálpar til að verjast brotum en heilinn hristist alltaf jafn mikið. Ég prófaði hlífina og æfði með hana í allan vetur en það breytti engu. Svo fékk ég óvænt högg á æfingu í maí sem stöðvaði mig aftur.“ Læknar sem Guðjón Árni ræddi við í fyrstu ráðlögðu honum að hvíla sig lengi og jafnvel að hætta í fótbolta. „Maður er alltaf að taka áhættu með því að vera í íþróttum þar sem er snerting. Það getur gerst í hverju sem er að menn fái þungt höfuðhögg. Ég er búinn að fara í margar rannsóknir og þeir segja að allt sé eðlilegt. Ég er ekki að skemma neitt, sögðu fremstu menn landsins í heila- og taugaskurðlækningum. Mér leið svo betur þegar ég fór aftur af stað núna í júlí,“ segir Guðjón og bætir við: „Það var sagt við mig í fyrra, og aftur núna, að það geti enginn sagt að ég þurfi að hvíla í ákveðinn tíma. Þetta er ekki eins og með tognun þar sem menn vita hvað það þarf að hvíla lengi. Menn vita ekki nógu mikið um þessa tegund meiðsla og því er öruggast að segja mönnum að hvíla sig og hætta þessu bara.“ „Það er öruggast og ég þarf að finna mér eitthvað öruggara. Ég talaði við Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlækni, og hann kom með nýjan punkt í mitt mál. Það gaf mér von um að fara aftur af stað þegar ég var nánast búinn að gefast upp.“Ógeðslega gaman í fótbolta Guðjón Árni segist hafa leitað að ýmsu sem gæti komið í stað fótboltans en það hafi ekki fundist. „Mér finnst svo ógeðslega gaman í fótbolta og ástríðan er enn þar. Ég reyndi að finna mér annað að gera eins og tengt þjálfun. Ég þarf einhvern meiri aðdraganda áður en ég hætti. Mér finnst svo gaman að fara á æfingar og taka á því,“ segir Guðjón og bætir við að hann sé ekkert hræddur um að skaða sig enn frekar. „Fyrst var ég samt að velja mér bolta til að fara í. Það gengur auðvitað ekki og Heimir þjálfari sá það alveg. Ég vissi síðan alveg hvenær ég ætlaði að fara í að skalla bolta á æfingum. Þegar ég byrjaði á því var þetta ekkert mál.“ Bakvörðurinn öflugi segist vera í góðu líkamlegu ástandi en eðlilega vantar upp á leikformið hjá honum. Hann er þó til í að spila ef eftir því er leitað. „Ég er klár og það er þjálfarinn sem velur liðið. Ég mun spila ef eftir því verður leitað. Ég mun ekkert hlífa mér og á reyndar erfitt með það. Ef ég ætlaði að gera það þá þyrfti ég að spila í neðri deildum eða snúa mér að einhverju öðru.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti