Erlent

Neita því að Boko Haram ráði ríkjum í Bama

Bjarki Ármannsson skrifar
Flóttamenn frá Bama leita hælis í skólabyggingu í borginni Maiduguri, stærstu borg Borno-ríkis.
Flóttamenn frá Bama leita hælis í skólabyggingu í borginni Maiduguri, stærstu borg Borno-ríkis. Vísir/AP
Ríkisstjórn Borno-ríkis í Norðaustur-Nígeríu segir borgina Bama ekki á valdi herskáu íslamistanna í Boko Haram, þrátt fyrir að fregnir þess efnis hafi borist frá íbúum og öryggissveitum borgarinnar. Þúsundir flýja úr norðausturhluta landsins yfir í Kamerún um þessar mundir.

Samkvæmt fréttaveitunni AP hófu liðsmenn Boko Haram árásir á kamerúnsk þorp í síðustu viku. Meðal annars fundust þrír Kamerúnar myrtir í kaþólskri kirkju í þorpinu Assighassia, en íslamistarnir hafa til þessa látið sér nægja að ræna Kamerúnum og krefjast lausnargjalds.


Tengdar fréttir

Malala heldur til Nígeríu

„Þessar stelpur eru eins og systur mínar og ég ætla að tala þeirra máli þar til þeim verður sleppt.“

Þrýstingur eykst um að friður komist á

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×