Vopnahlé verði notað til viðræðna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Mahmúd AbbasPalestínuforseti skýrði frá samkomulagi um vopnahlé í stuttu sjónvarpsávarpi síðdegis í gær. Vísir/AP Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira