Segja búrkubannið skilyrði sáttar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2014 09:30 Konan sem kærði búrkubannið lagði áherslu á að hvorki eiginmaður hennar né nokkur annar fjölskyldumeðlimur þrýsti á hana að klæða sig með þessum hætti. Fréttablaðið/AFP Frönsk lög sem banna notkun á búrkum og níkab, slæðum sem ná yfir andlitið allt utan augna, eru ekki brot á mannréttindalögum samkvæmt dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í síðustu viku.Enginn þrýstingur Málið hefur víða skírskotun til annarra Evrópuríkja. Það var höfðað af 24 ára gamalli franskri konu sem er múslimi og notar níkab yfir andlitið í samræmi við trúarskoðanir sínar, menningu og persónulega sannfæringu. Konan lagði áherslu á að hvorki eiginmaður hennar né nokkur annar fjölskyldumeðlimur þrýsti á hana að klæða sig með þessum hætti. Konan lagði einnig áherslu á að hún klæddist annaðhvort búrku eða níkab bæði á almannafæri og innan veggja heimilisins en þó ekki á stöðum þar sem þyrfti að vera hægt að þekkja hana og þar sem skilríkja væri krafist, til að mynda hjá lækni, í banka og á flugvöllum. Þessi kona var af mörgum talin kjörin til að höfða þetta mál þar sem hún notar þessi klæði ekki reglulega en vildi hafa frelsi til að gera það þegar henni leið þannig undir ákveðnum kringumstæðum til dæmis á Ramadan, hinum heilaga mánuði múslima, þegar hún taldi sig þurfa að nota klæðin til að láta í ljós trú sína. Markmið hennar var ekki að trufla aðra heldur að vera í sátt við sjálfa sig. Konan taldi lögin brjóta gegn mannréttindum hennar þar sem þau mismunuðu henni á grundvelli kynferðis, trúar og þjóðernis. Hún taldi bannið brjóta gegn nokkrum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, aðallega ákvæðum um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og hugsanafrelsi, samvisku og trúfrelsi. Þar að auki taldi hún bannið brjóta í bága við ákvæði um bann við vanvirðandi meðferð, tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi og bann við mismunun.Skylda til að boða umburðarlyndi Dómstóllinn lýsti sérstaklega yfir áhyggjum sínum af því að í aðdraganda lagasetningarinnar hefði umræðan í Frakklandi oft og tíðum markast af íslamsfóbískum ummælum. Dómstóllinn sagði að þegar ríki færi í svona lagasetningu þá tæki það áhættu á því að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum sem gæti hvatt aðra íbúa landsins til að tjá óumburðarlyndi í skoðunum á þeim þegar ríki hefði, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburðarlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningarfrelsi í skilningi hans. Dómstóllinn hafnað þeim rökum frönsku ríkisstjórnarinnar að bannið væri nauðsynlegt til að vernda múslimskar konur gegn kúgun. Það sama átti við um þau rök frönsku ríkisstjórnarinnar að sökum almannahagsmuna yrði alltaf að vera hægt að bera kennsl á borgara landsins, sama hvar þeir væru.Sátt og samlyndi Franska ríkið hélt því einnig fram að bannið félli undir vernd á réttindum og frelsi annarra. Því var haldið fram að blæjurnar gengju gegn frumskilyrðum þess að allir íbúar Frakklands gætu búið saman í sátt og samlyndi þar sem þær hindruðu að viðkomandi gæti átt í félagslegum samskiptum við aðra íbúa landsins. Það félli í hlut viðkomandi ríkis að tryggja þær aðstæður að allir íbúar landsins gætu búið saman í öllum sínum fjölbreytileika. Mannréttindadómstóllinn tók undir þessi rök franska ríkisins og sagði að það hefði töluvert svigrúm til að tryggja að allir íbúar landsins gætu „búið saman“ og því væri ekki um að ræða brot á ákvæðum sáttmálans. Mörg mannréttindasamtök blönduðu sér í málareksturinn og töldu líkt og konan að bannið væri gróft brot gegn mannréttindum. Talsmenn nokkurra slíkra samtaka hafa fordæmt niðurstöðuna og telja hana geta haft meiriháttar afleiðingar á trú- og tjáningarfrelsi, ekki aðeins í Frakklandi heldur víðar í Evrópu. Niðurstaðan sé glæpavæðing á klæðnaði kvenna og hún hafi verið spyrt saman við aukið kynþáttahatur í Vestur-Evrópu.Um búrkubannlögin Frakkland var fyrsta Evrópuríkið til að banna níkab á almannafæri. Í Frakklandi búa um fimm milljónir múslima, sem er stærsti minnihlutahópur múslima í Vestur-Evrópu. Aðeins um 2.000 konur í Frakklandi notast við níkab. Það var ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, sem setti lögin sem banna múslimsku klæðin með þeim rökum að þau kúguðu konur og væru ekki velkomin í Frakklandi. Lögin tóku gildi þann 11. apríl árið 2011 og fyrirskipa að konur, bæði franskar og erlendar, megi ekki fara út af heimili sínu með andlitið falið bak við blæju og eigi á hættu sekt að fjárhæð allt að 150 evrur, jafngildi 23 þúsund króna, brjóti þær lögin. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Frönsk lög sem banna notkun á búrkum og níkab, slæðum sem ná yfir andlitið allt utan augna, eru ekki brot á mannréttindalögum samkvæmt dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í síðustu viku.Enginn þrýstingur Málið hefur víða skírskotun til annarra Evrópuríkja. Það var höfðað af 24 ára gamalli franskri konu sem er múslimi og notar níkab yfir andlitið í samræmi við trúarskoðanir sínar, menningu og persónulega sannfæringu. Konan lagði áherslu á að hvorki eiginmaður hennar né nokkur annar fjölskyldumeðlimur þrýsti á hana að klæða sig með þessum hætti. Konan lagði einnig áherslu á að hún klæddist annaðhvort búrku eða níkab bæði á almannafæri og innan veggja heimilisins en þó ekki á stöðum þar sem þyrfti að vera hægt að þekkja hana og þar sem skilríkja væri krafist, til að mynda hjá lækni, í banka og á flugvöllum. Þessi kona var af mörgum talin kjörin til að höfða þetta mál þar sem hún notar þessi klæði ekki reglulega en vildi hafa frelsi til að gera það þegar henni leið þannig undir ákveðnum kringumstæðum til dæmis á Ramadan, hinum heilaga mánuði múslima, þegar hún taldi sig þurfa að nota klæðin til að láta í ljós trú sína. Markmið hennar var ekki að trufla aðra heldur að vera í sátt við sjálfa sig. Konan taldi lögin brjóta gegn mannréttindum hennar þar sem þau mismunuðu henni á grundvelli kynferðis, trúar og þjóðernis. Hún taldi bannið brjóta gegn nokkrum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, aðallega ákvæðum um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og hugsanafrelsi, samvisku og trúfrelsi. Þar að auki taldi hún bannið brjóta í bága við ákvæði um bann við vanvirðandi meðferð, tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi og bann við mismunun.Skylda til að boða umburðarlyndi Dómstóllinn lýsti sérstaklega yfir áhyggjum sínum af því að í aðdraganda lagasetningarinnar hefði umræðan í Frakklandi oft og tíðum markast af íslamsfóbískum ummælum. Dómstóllinn sagði að þegar ríki færi í svona lagasetningu þá tæki það áhættu á því að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum sem gæti hvatt aðra íbúa landsins til að tjá óumburðarlyndi í skoðunum á þeim þegar ríki hefði, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburðarlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningarfrelsi í skilningi hans. Dómstóllinn hafnað þeim rökum frönsku ríkisstjórnarinnar að bannið væri nauðsynlegt til að vernda múslimskar konur gegn kúgun. Það sama átti við um þau rök frönsku ríkisstjórnarinnar að sökum almannahagsmuna yrði alltaf að vera hægt að bera kennsl á borgara landsins, sama hvar þeir væru.Sátt og samlyndi Franska ríkið hélt því einnig fram að bannið félli undir vernd á réttindum og frelsi annarra. Því var haldið fram að blæjurnar gengju gegn frumskilyrðum þess að allir íbúar Frakklands gætu búið saman í sátt og samlyndi þar sem þær hindruðu að viðkomandi gæti átt í félagslegum samskiptum við aðra íbúa landsins. Það félli í hlut viðkomandi ríkis að tryggja þær aðstæður að allir íbúar landsins gætu búið saman í öllum sínum fjölbreytileika. Mannréttindadómstóllinn tók undir þessi rök franska ríkisins og sagði að það hefði töluvert svigrúm til að tryggja að allir íbúar landsins gætu „búið saman“ og því væri ekki um að ræða brot á ákvæðum sáttmálans. Mörg mannréttindasamtök blönduðu sér í málareksturinn og töldu líkt og konan að bannið væri gróft brot gegn mannréttindum. Talsmenn nokkurra slíkra samtaka hafa fordæmt niðurstöðuna og telja hana geta haft meiriháttar afleiðingar á trú- og tjáningarfrelsi, ekki aðeins í Frakklandi heldur víðar í Evrópu. Niðurstaðan sé glæpavæðing á klæðnaði kvenna og hún hafi verið spyrt saman við aukið kynþáttahatur í Vestur-Evrópu.Um búrkubannlögin Frakkland var fyrsta Evrópuríkið til að banna níkab á almannafæri. Í Frakklandi búa um fimm milljónir múslima, sem er stærsti minnihlutahópur múslima í Vestur-Evrópu. Aðeins um 2.000 konur í Frakklandi notast við níkab. Það var ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, sem setti lögin sem banna múslimsku klæðin með þeim rökum að þau kúguðu konur og væru ekki velkomin í Frakklandi. Lögin tóku gildi þann 11. apríl árið 2011 og fyrirskipa að konur, bæði franskar og erlendar, megi ekki fara út af heimili sínu með andlitið falið bak við blæju og eigi á hættu sekt að fjárhæð allt að 150 evrur, jafngildi 23 þúsund króna, brjóti þær lögin.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira