Segja búrkubannið skilyrði sáttar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2014 09:30 Konan sem kærði búrkubannið lagði áherslu á að hvorki eiginmaður hennar né nokkur annar fjölskyldumeðlimur þrýsti á hana að klæða sig með þessum hætti. Fréttablaðið/AFP Frönsk lög sem banna notkun á búrkum og níkab, slæðum sem ná yfir andlitið allt utan augna, eru ekki brot á mannréttindalögum samkvæmt dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í síðustu viku.Enginn þrýstingur Málið hefur víða skírskotun til annarra Evrópuríkja. Það var höfðað af 24 ára gamalli franskri konu sem er múslimi og notar níkab yfir andlitið í samræmi við trúarskoðanir sínar, menningu og persónulega sannfæringu. Konan lagði áherslu á að hvorki eiginmaður hennar né nokkur annar fjölskyldumeðlimur þrýsti á hana að klæða sig með þessum hætti. Konan lagði einnig áherslu á að hún klæddist annaðhvort búrku eða níkab bæði á almannafæri og innan veggja heimilisins en þó ekki á stöðum þar sem þyrfti að vera hægt að þekkja hana og þar sem skilríkja væri krafist, til að mynda hjá lækni, í banka og á flugvöllum. Þessi kona var af mörgum talin kjörin til að höfða þetta mál þar sem hún notar þessi klæði ekki reglulega en vildi hafa frelsi til að gera það þegar henni leið þannig undir ákveðnum kringumstæðum til dæmis á Ramadan, hinum heilaga mánuði múslima, þegar hún taldi sig þurfa að nota klæðin til að láta í ljós trú sína. Markmið hennar var ekki að trufla aðra heldur að vera í sátt við sjálfa sig. Konan taldi lögin brjóta gegn mannréttindum hennar þar sem þau mismunuðu henni á grundvelli kynferðis, trúar og þjóðernis. Hún taldi bannið brjóta gegn nokkrum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, aðallega ákvæðum um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og hugsanafrelsi, samvisku og trúfrelsi. Þar að auki taldi hún bannið brjóta í bága við ákvæði um bann við vanvirðandi meðferð, tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi og bann við mismunun.Skylda til að boða umburðarlyndi Dómstóllinn lýsti sérstaklega yfir áhyggjum sínum af því að í aðdraganda lagasetningarinnar hefði umræðan í Frakklandi oft og tíðum markast af íslamsfóbískum ummælum. Dómstóllinn sagði að þegar ríki færi í svona lagasetningu þá tæki það áhættu á því að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum sem gæti hvatt aðra íbúa landsins til að tjá óumburðarlyndi í skoðunum á þeim þegar ríki hefði, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburðarlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningarfrelsi í skilningi hans. Dómstóllinn hafnað þeim rökum frönsku ríkisstjórnarinnar að bannið væri nauðsynlegt til að vernda múslimskar konur gegn kúgun. Það sama átti við um þau rök frönsku ríkisstjórnarinnar að sökum almannahagsmuna yrði alltaf að vera hægt að bera kennsl á borgara landsins, sama hvar þeir væru.Sátt og samlyndi Franska ríkið hélt því einnig fram að bannið félli undir vernd á réttindum og frelsi annarra. Því var haldið fram að blæjurnar gengju gegn frumskilyrðum þess að allir íbúar Frakklands gætu búið saman í sátt og samlyndi þar sem þær hindruðu að viðkomandi gæti átt í félagslegum samskiptum við aðra íbúa landsins. Það félli í hlut viðkomandi ríkis að tryggja þær aðstæður að allir íbúar landsins gætu búið saman í öllum sínum fjölbreytileika. Mannréttindadómstóllinn tók undir þessi rök franska ríkisins og sagði að það hefði töluvert svigrúm til að tryggja að allir íbúar landsins gætu „búið saman“ og því væri ekki um að ræða brot á ákvæðum sáttmálans. Mörg mannréttindasamtök blönduðu sér í málareksturinn og töldu líkt og konan að bannið væri gróft brot gegn mannréttindum. Talsmenn nokkurra slíkra samtaka hafa fordæmt niðurstöðuna og telja hana geta haft meiriháttar afleiðingar á trú- og tjáningarfrelsi, ekki aðeins í Frakklandi heldur víðar í Evrópu. Niðurstaðan sé glæpavæðing á klæðnaði kvenna og hún hafi verið spyrt saman við aukið kynþáttahatur í Vestur-Evrópu.Um búrkubannlögin Frakkland var fyrsta Evrópuríkið til að banna níkab á almannafæri. Í Frakklandi búa um fimm milljónir múslima, sem er stærsti minnihlutahópur múslima í Vestur-Evrópu. Aðeins um 2.000 konur í Frakklandi notast við níkab. Það var ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, sem setti lögin sem banna múslimsku klæðin með þeim rökum að þau kúguðu konur og væru ekki velkomin í Frakklandi. Lögin tóku gildi þann 11. apríl árið 2011 og fyrirskipa að konur, bæði franskar og erlendar, megi ekki fara út af heimili sínu með andlitið falið bak við blæju og eigi á hættu sekt að fjárhæð allt að 150 evrur, jafngildi 23 þúsund króna, brjóti þær lögin. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Frönsk lög sem banna notkun á búrkum og níkab, slæðum sem ná yfir andlitið allt utan augna, eru ekki brot á mannréttindalögum samkvæmt dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í síðustu viku.Enginn þrýstingur Málið hefur víða skírskotun til annarra Evrópuríkja. Það var höfðað af 24 ára gamalli franskri konu sem er múslimi og notar níkab yfir andlitið í samræmi við trúarskoðanir sínar, menningu og persónulega sannfæringu. Konan lagði áherslu á að hvorki eiginmaður hennar né nokkur annar fjölskyldumeðlimur þrýsti á hana að klæða sig með þessum hætti. Konan lagði einnig áherslu á að hún klæddist annaðhvort búrku eða níkab bæði á almannafæri og innan veggja heimilisins en þó ekki á stöðum þar sem þyrfti að vera hægt að þekkja hana og þar sem skilríkja væri krafist, til að mynda hjá lækni, í banka og á flugvöllum. Þessi kona var af mörgum talin kjörin til að höfða þetta mál þar sem hún notar þessi klæði ekki reglulega en vildi hafa frelsi til að gera það þegar henni leið þannig undir ákveðnum kringumstæðum til dæmis á Ramadan, hinum heilaga mánuði múslima, þegar hún taldi sig þurfa að nota klæðin til að láta í ljós trú sína. Markmið hennar var ekki að trufla aðra heldur að vera í sátt við sjálfa sig. Konan taldi lögin brjóta gegn mannréttindum hennar þar sem þau mismunuðu henni á grundvelli kynferðis, trúar og þjóðernis. Hún taldi bannið brjóta gegn nokkrum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, aðallega ákvæðum um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og hugsanafrelsi, samvisku og trúfrelsi. Þar að auki taldi hún bannið brjóta í bága við ákvæði um bann við vanvirðandi meðferð, tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi og bann við mismunun.Skylda til að boða umburðarlyndi Dómstóllinn lýsti sérstaklega yfir áhyggjum sínum af því að í aðdraganda lagasetningarinnar hefði umræðan í Frakklandi oft og tíðum markast af íslamsfóbískum ummælum. Dómstóllinn sagði að þegar ríki færi í svona lagasetningu þá tæki það áhættu á því að festa í sessi neikvæðar staðalímyndir af minnihlutahópum sem gæti hvatt aðra íbúa landsins til að tjá óumburðarlyndi í skoðunum á þeim þegar ríki hefði, þvert á móti, skýlausa skyldu til að boða umburðarlyndi. Dómstóllinn ítrekaði að ummæli sem fælu í sér almennar og afdráttarlausar árásir á trúarhóp eða þjóðarbrot gengju gegn grunngildum Mannréttindasáttmálans um umburðarlyndi, félagslegan frið og jafnræði og féllu ekki undir tjáningarfrelsi í skilningi hans. Dómstóllinn hafnað þeim rökum frönsku ríkisstjórnarinnar að bannið væri nauðsynlegt til að vernda múslimskar konur gegn kúgun. Það sama átti við um þau rök frönsku ríkisstjórnarinnar að sökum almannahagsmuna yrði alltaf að vera hægt að bera kennsl á borgara landsins, sama hvar þeir væru.Sátt og samlyndi Franska ríkið hélt því einnig fram að bannið félli undir vernd á réttindum og frelsi annarra. Því var haldið fram að blæjurnar gengju gegn frumskilyrðum þess að allir íbúar Frakklands gætu búið saman í sátt og samlyndi þar sem þær hindruðu að viðkomandi gæti átt í félagslegum samskiptum við aðra íbúa landsins. Það félli í hlut viðkomandi ríkis að tryggja þær aðstæður að allir íbúar landsins gætu búið saman í öllum sínum fjölbreytileika. Mannréttindadómstóllinn tók undir þessi rök franska ríkisins og sagði að það hefði töluvert svigrúm til að tryggja að allir íbúar landsins gætu „búið saman“ og því væri ekki um að ræða brot á ákvæðum sáttmálans. Mörg mannréttindasamtök blönduðu sér í málareksturinn og töldu líkt og konan að bannið væri gróft brot gegn mannréttindum. Talsmenn nokkurra slíkra samtaka hafa fordæmt niðurstöðuna og telja hana geta haft meiriháttar afleiðingar á trú- og tjáningarfrelsi, ekki aðeins í Frakklandi heldur víðar í Evrópu. Niðurstaðan sé glæpavæðing á klæðnaði kvenna og hún hafi verið spyrt saman við aukið kynþáttahatur í Vestur-Evrópu.Um búrkubannlögin Frakkland var fyrsta Evrópuríkið til að banna níkab á almannafæri. Í Frakklandi búa um fimm milljónir múslima, sem er stærsti minnihlutahópur múslima í Vestur-Evrópu. Aðeins um 2.000 konur í Frakklandi notast við níkab. Það var ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, sem setti lögin sem banna múslimsku klæðin með þeim rökum að þau kúguðu konur og væru ekki velkomin í Frakklandi. Lögin tóku gildi þann 11. apríl árið 2011 og fyrirskipa að konur, bæði franskar og erlendar, megi ekki fara út af heimili sínu með andlitið falið bak við blæju og eigi á hættu sekt að fjárhæð allt að 150 evrur, jafngildi 23 þúsund króna, brjóti þær lögin.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira