„Ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:30 Baráttukona. Mist Edvardsdóttir í leik með Val í Pepsi-deild kvenna. fréttablaðið/daníel Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira