Konungur segir nóg komið Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. júní 2014 07:00 Feðgarnir, Filippus krónprins og Jóhann Karl faðir hans. Nordicphotos/AFP Jóhann Karl Spánarkonungur tilkynnti þjóðinni í gær að hann ætlaði að afsala sér konungstign og fá syni sínum krúnuna í hendur. Jóhann Karl sagðist hafa farið að undirbúa afsögn sína í janúar síðastliðnum, þegar hann varð 76 ára. Felipe krónprins er 46 ára og mun vinsælli en faðirinn. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu El Mundo, eru 70 prósent Spánverja ánægðir með krónprinsinn, en aðeins 41 prósent með kónginn. Jóhann Karl varð konungur árið 1975, tveimur dögum eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést. Franco hafði stjórnað Spáni í nærri fjóra áratugi.Feðgarnir að leik fyrir nærri fjörutíu árum, rétt áður en Jóhann Karl tók við konungsembættinu.Nordicphotos/AFPJóhann Karl ávann sér virðingu og vinsældir á meðal margra Spánverja með því að sjá til þess að lýðræði tæki við af einræðisstjórn Francos. Þá kom hann árið 1981 í veg fyrir herforingjabyltingu. Ímynd konungsins hefur hins vegar dökknað töluvert á seinni árum vegna hneykslismála sem farið hafa illa í þjóðina. Meðal annars þótti mörgum harla óskynsamlegt af konunginum að bregða sér í fílaveiðiferð árið 2012, einmitt á meðan Spánverjar þurftu að glíma við erfiðustu efnahagsþrengingar seinni ára. Í ferðinni mjaðmarbrotnaði konungurinn og þurfti að fljúga með hann í einkaþotu frá Botsvana til Spánar. Þá hefur tengdasonur hans gert sitt til að sverta ímynd konungsfjölskyldunnar, en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé í stórum stíl. Heilsu Jóhanns Karls hefur hrakað nokkuð á síðustu árum, en í sjónvarpsávarpi sínu í gær minntist hann hvorki á heilsu sína né hneykslismálin. Þess í stað bar hann Felipe son sinn lofi: „Sonur minn, arftaki krúnunnar, er stöðugleikinn holdi klæddur.“ Letizia prinsessa, kona Felipes og þar með verðandi drottning Spánar, er fyrrverandi sjónvarpsfréttakona. Þau eiga tvær dætur, sjö og átta ára gamlar. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Jóhann Karl Spánarkonungur tilkynnti þjóðinni í gær að hann ætlaði að afsala sér konungstign og fá syni sínum krúnuna í hendur. Jóhann Karl sagðist hafa farið að undirbúa afsögn sína í janúar síðastliðnum, þegar hann varð 76 ára. Felipe krónprins er 46 ára og mun vinsælli en faðirinn. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu El Mundo, eru 70 prósent Spánverja ánægðir með krónprinsinn, en aðeins 41 prósent með kónginn. Jóhann Karl varð konungur árið 1975, tveimur dögum eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést. Franco hafði stjórnað Spáni í nærri fjóra áratugi.Feðgarnir að leik fyrir nærri fjörutíu árum, rétt áður en Jóhann Karl tók við konungsembættinu.Nordicphotos/AFPJóhann Karl ávann sér virðingu og vinsældir á meðal margra Spánverja með því að sjá til þess að lýðræði tæki við af einræðisstjórn Francos. Þá kom hann árið 1981 í veg fyrir herforingjabyltingu. Ímynd konungsins hefur hins vegar dökknað töluvert á seinni árum vegna hneykslismála sem farið hafa illa í þjóðina. Meðal annars þótti mörgum harla óskynsamlegt af konunginum að bregða sér í fílaveiðiferð árið 2012, einmitt á meðan Spánverjar þurftu að glíma við erfiðustu efnahagsþrengingar seinni ára. Í ferðinni mjaðmarbrotnaði konungurinn og þurfti að fljúga með hann í einkaþotu frá Botsvana til Spánar. Þá hefur tengdasonur hans gert sitt til að sverta ímynd konungsfjölskyldunnar, en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé í stórum stíl. Heilsu Jóhanns Karls hefur hrakað nokkuð á síðustu árum, en í sjónvarpsávarpi sínu í gær minntist hann hvorki á heilsu sína né hneykslismálin. Þess í stað bar hann Felipe son sinn lofi: „Sonur minn, arftaki krúnunnar, er stöðugleikinn holdi klæddur.“ Letizia prinsessa, kona Felipes og þar með verðandi drottning Spánar, er fyrrverandi sjónvarpsfréttakona. Þau eiga tvær dætur, sjö og átta ára gamlar.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira