Krakkarnir sendir á mölina í Kópavogi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, sést hér í gær í góðum hópi krakka sem æfa með Breiðabliki. Vísir/Daníel Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15