Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Herskár aðkilnaðarsinni á bandi Rússa ræðir við lögreglumenn í miðjum átökum við byggingar svæðisstjórnarinnar í Dónetsk í Úkraínu í gær. Til átaka kom eftir fjölmenna kröfugöngu í borginni. Fréttablaðið/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira